Eyjan

Mars björt og rauð á næturhimni – og gríðarlegur stormur sem geisar á plánetunni

Egill Helgason
Laugardaginn 23. júní 2018 23:13

Reikistjarnan Mars er óvenju björt á næturhimni þessa dagana. Sjálfur man ég ekki eftir að hafa séð hana jafn stóra og greinilega. Og þá líka rauða litinn á henni. Rauðu plánetunni.

Skýringin er sú að nú er Mars nær Jörðu en hún hefur verið í 15 ár. Hún á enn eftir að færast nær þegar kemur fram í júlí, næst okkur verður hún undir lok mánaðarins, þá verður fjarlægðin til hennar „aðeins“ 57,6 milljón kílómetrar. Annars getur verið miklu lengra milli Jarðarinnar og Mars. Lengsta vegalengdin getur verið 401 milljón kílómetrar.

Eins og ég segi þá greinir maður rauða litinn. Það geisa víst gríðarlegir stormar á Mars þessi dægrin. Stormurinn hylur alla plánetuna og gerir hana enn rauðari sjónum en ella. Þetta eru meiri stormar en þekkjast á jörðinni og ná yfir stærra svæði.

Í æsku var ég heillaður af geimferðum eins og mín kynslóð, við vorum börn 1969 þegar menn stigu fyrst á tunglið. Það var eins og ævintýri; það blossaði upp mikil framfaratrú. Miðað við það hefðu menn átt að vera komnir til Mars fyrir löngu. En svo kom hlé, þetta var of dýrt, áhuginn á geimferðum minnkaði.

Nú vill Trump Bandaríkjaforseti að NASA, bandaríska geimferðastofnunin, komi mönnum á Mars á fjórða áratug þessarar aldar – talað hefur verið um 2033. En svo gætu einkaaðilar verið á undan. Athafnamaðurinn Elon Musk og fyrirtæki hans SpaceX eru með geimflaug í smíðum sem á að geta farið til Mars árið 2024. En reyndar hafa ýmsar fyrirætlanir Musks reynst afar óraunhæfar, en það er athyglisverð þróun ef geimferðir verða í höndum einkafyrirtækja fremur en ríkisstjórna.

Það skal svo tekið fram að ekki er auðvelt að taka myndir af stjörnum með farsíma. En Mars er þarna á myndinni fyrir ofan með nokkra kaktusa í forgrunni.

Kannski er einhver hluti af framtíð mannkynsins á Mars? Máski mun það ekki eiga annarra kosta völ en að leita út í geim. Plánetan virkar samt heldur nöturleg – og enn fremur þegar geisa slíkir stormar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“