fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

„Ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. júní 2018 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, lýsti yfir miklum áhyggjum sínum af uppkaupum erlendra auðmanna á bújörðum hér á landi og yfirtökum á veiðifélögum, á aðalfundi Landssambands veiðifélaga þann 13. júní síðastliðinn. Frá þessu er greint í Bændablaðinu, þar sem haft er eftir Jóhannesi að þetta sé mjög slæm þróun, til framtíðar litið:

„Það að selja hlunnindajörð út úr sveitarfélagi er rétt eins og að selja kvóta út úr sjávarplássi. Til framtíðar litið er þetta mjög slæm þróun. Útlendingum er bannað að fjárfesta í sjávarútvegi á Íslandi og þjóðin ætlaði af hjörunum þegar það fréttist að Kínverjar ætluðu að reyna að koma þar inn bakdyramegin, svo virðist allt í lagi að menn kaupi hér hverja jörðina af annarri. Þar eru engar skorður við uppkaupum. Það sem ég er aðallega að gagnrýna er að sömu aðilar skuli vera að kaupa hér upp heilu landsvæðin, án þess að nokkuð sé gert til að hemja slíkt.“

Breski auðjöfurinn James Ratcliffe, sem er ríkasti maður Bretlands, hefur keypt fjölda jarða í Vopnafirði og meirihlutann í Grímsstöðum á Fjöllum, ásamt Jökulsá á Fjöllum. Jóhannes segir það svæði stærsta einstaka ferskvatnsforðabúr Evrópu og full ástæða hafi verið fyrir ríkið að að koma að málum á þeirri sölu og lýsa landið sem þjóðlendu.

Hann segir að landeigendur séu að horfa til skjótfengs gróða, í stað þess að horfa til lengri tíma, því þar séu veiðiréttindin mun meira virði. Þannig geti þokkaleg laxveiðiá, leigð til 50 ára, gefið af sér um 1.5 milljarð fyrir laxveiði eingöngu. Einnig sé vatnið verðmætt, og vatnsfallið sé hægt að virkja.

Jóhannes segir þó að enginn þori að rísa upp gegn þessari þróun:

„Það er alveg svakalegt hvað hér er að gerast. Það virðist enginn þora að rísa upp. Menn verða líka að gera sér grein fyrir því að landbúnaðurinn á Íslandi keppir ekkert um jarðirnar við þessa stórefnamenn. Við verðum að beita fyrir okkur skipulagslögum og öðru um að það liggi fyrir að þegar bújarðir eru seldar þá fylgi þeim sú kvöð að þær séu bújarðir og beri að nýta sem slíkar eins og kostur er. Í dag er þetta allt saman galopið. Við verðum að fara að meta landið okkar og skilgreina hvað séu bújarðir, hvað ræktunarland og annað, og festa þá nýtingu inn í skipulag. Við verðum að koma einhverjum böndum á þetta. Við erum að missa landið úr höndunum okkar og mér finnst ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu,“

segir Jóhannes við Bændablaðið.

Árið 2011 mistókst Kínverjanum Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum sökum framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra. Var það gert á grundvelli þess að Nubo var ekki ríkisborgari innan EES-svæðisins. Hinsvegar er ekki hægt að hanka Ratcliffe á þeim forsendum.

Þetta segir Jóhannes alvarlegt:

„Þetta er þróun sem er mjög alvarleg. Vatnsréttindin eru til framtíðar séð gríðarlega verðmæt, ekki síður en laxveiðirétturinn. Svo ekki sé talað um náttúruna. Þótt þessi maður sé okkur kannski hliðhollur hvað þetta varðar, þá spyr maður sig hvað önnur og þriðja kynslóð í hans fjölskyldu gerir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt