fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Um 400 íslensk börn án bólusetningar árlega

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 12:00

Barnalæknarnir Ásgeir Haraldsson og Valtýr Stefánsson Thors skrifa grein í Fréttablaðið í dag, þar sem ítrekuð er sú nauðsyn að bólusetja börn fyrir ýmsum sjúkdómum. Í greininni kemur fram að að árlega fái 400 börn ekki ráðlagðar bólusetningar hér á landi, gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt til dæmis.

Í greininni segir að í Evrópu geysi nú mislingafaraldur þar sem um 40.000 manns hafi sýkst um 5000 fengið alvarlega fylgikvilla og 39 látist, meirihlutinn óbólusett börn undir fimm ára aldri.

Ásgeir sagði í samtali við Eyjuna að engin börn hefðu þó látist hér á landi í áratugi vegna þessara sjúkdóma. Þó hefðu mislingar borist til landsins erlendis frá:

„Þeir náðu ekki útbreiðslu þar sem bólusetningahlutfallið hér á landi er ennþá nægilega hátt. Það er reyndar á mörkunum fyrir mislinga,“

segir Ásgeir, en hlutfallið er um 90%.

Ásgeir segir Íslendinga almennt hlynnta bólusetningum og því skrifist þessi árlegu 400 tilfelli á gleymsku, frestanir og aðrar tilfallandi skýringar, en ekki ákvarðanir foreldra sem eru á móti bólusetningum:

„Þátttaka í bólusetningum yngstu barnanna hér á landi er frábær, um 95%. Þegar börn eru orðin 18 mánaða vill þetta frekar gleymast,“

segir Ásgeir og ítrekar mikilvægi bólusetninga með orðum sínum í greininni:

„Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum. Bólusetning bjargar lífum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum
Frestur liðinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Krefur Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir vegna brottvikningar

Krefur Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir vegna brottvikningar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihluti Alþingis vill afsögn sexmenninganna

Meirihluti Alþingis vill afsögn sexmenninganna