fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þyrlur landhelgisgæslunnar sagðar „fljúgandi líkkistur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan fær afhentar tvær þyrlur af gerðinni Super Puma H225 um næstu áramót, á leigu frá Knut Axel Ugland Holding AS í Noregi. Gæslan hefur verið með tvær slíkar þyrlur á leigu, af eldri gerð, sem verður skilað í staðinn. Leiguverðið verður það sama. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.

Þyrlurnar sem gæslan fær í staðinn eru afar óvinsælar í Noregi, þar eru þær eru kallaðar „fljúgandi líkkistur.“

Norski fréttamiðillinn tu.no segir í fyrirsögn um þyrlurnar sem leigðar verða til Íslands: „Enginn vill fljúga þeim í Noregi – nú eiga hinar umdeildu þyrlur að bjarga mannslífum á Íslandi í staðinn.“

Inn í fréttinni segir að þyrlurnar njóti lágmarkstrausts umhverfis Norðursjó, eftir mörg slys í Bretlandi og Noregi. Þá er viðhorfið sagt annað nokkru vestar í Atlantshafinu, sem er Ísland.

Þyrlur af þessari gerð hafa lent í slysum upp á síðkastið. Þrettán létust þegar þyrla af þessari gerð fórst við olíuborpall í Noregi 2016. Þá fórust fjórtán í Skotlandi árið 2009 í þyrlu sömu gerðar. Bæði slysin voru rakin til bilunar í gírkassa.

Samkvæmt könnun frá árinu 2017 sögðust 90% starfsmanna á olíuborpöllum á svæðinu andvígir að taka slíkar þyrlur í notkun á ný og neituðu 65& að fljúga í þeim á ný. Eru þyrlurnar nefndar „fljúgandi líkkistur“ af starfsmönnum.

Þyrlurnar eru framleiddar af Airbus. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingarfulltrúa Landhelgisgæslunnar, brást framleiðandinn við með miklum úrbótum á gírkassanum og jók viðhaldskröfur sínar verulega. Niðurstaðan var sú að líftími gírkassanna er nú þúsund flugtímar, í stað fjögur þúsund flugtíma áður.

Ásgeir segir við Fréttablaðið að tortryggni í garð þyrlanna sé skiljanleg, en:

„Staðreyndin er engu að síður sú að sérfræðingar í flugöryggismálum, flugmálastjórn Bandaríkjanna og Flugöryggisstofnun Evrópu hafa staðfest öryggi vélanna auk þess sem ráðist hefur verið í umfangsmiklar endurbætur á vélinni af hálfu framleiðandans.“

Þá er greint frá því að sökum slysanna hafi verðið á þyrlunum hrunið um allt að 80%  Þá hafi stjórnarformaður bandaríska félagsins ERA, Chris Bradshaw, sem hafi notast við þessar þyrlur, sagt þær verkefnalausar síðan í slysinu í Noregi. Hann sé ekki sannfærður um öryggi þeirra, þrátt fyrir að flugyfirvöld hefðu aflétt flugbanninu á þeim. Segir hann að Airbus hafi aðeins fundið leið til að greina vandann, en ekki lagfært hinn undirliggjandi galla.

Ásgeir ítrekar við Fréttablaðið að þyrlurnar séu öruggar:

„Léki einhver vafi á lofthæfi eða flugöryggi vélanna hefðu stofnanirnar ekki aflétt þeim takmörkunum sem settar voru á í kjölfar slyssins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt