Eyjan

Smávinir fagrir, foldarskart

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. júní 2018 08:33

Það eru sumarstólstöður í dag. Sumarið er náttúrlega rétt að byrja, en samt fylgir þessu alltaf viss tregi. Dagurinn fer að styttast aftur. Ég dvel suður í Grikklandi, horfi á sólarlagið yfir þorpi sem heitir Ano Meria. Þegar dagurinn er lengstur hverfur sólin bak við hæðirnar klukkan 20.35.

 

 

Sólarlögin hérna eru fjölbreytt og fögur – og svo eru þeir dásamlegir hinir flauelsmjúku litir sem eru yfir hafinu og landinu eftir að sólin er sest. En ég spyr mig auðvitað að því hvort sé þess virði að fórna hinu bjarta íslenska sumri. Ég, eins og flestir landar mínir, veit fátt fegurra en íslenska sumarnótt. Þar blandast inn í minningar um hinar höfugu sumarnætur æskunnar.

Mér skilst reyndar að sé lítið af sólríkum sumarnóttum þessa dagana og þeirra sé varla að vænta í bráð. En ég var norður í landi snemma í mánuðinum og upplifði þá einstaka góðviðrisdaga á Siglufirði. Ók síðan í bæinn og þá varð á vegi mínum þessi tjörn í Skagafirði með ótrúlegu blómskrúði á bakkanum. Alls staðar í kring var grjót og urð, og svo þessi lítríku blóm mitt í grámanum.

 

 

Ekkert er sterkara tákn um hið veikburða íslenska sumar en smáblómin sem vakna, lifa stutt, eru afar viðkvæm, vaxa í urð og á melum, en geta verið fegurri en bómskrúð í frjósömum görðum erlendis. Það er hægt að una lengi við að horfa á þennan viðkvæma gróður, en svo veit maður ekki af fyrr en hann er horfinn.

Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum
Eyjan
Í gær

Segir Bjarna Ben hafa verið þátttakanda í „sviðssetningu“ kínverska kommúnistaflokksins

Segir Bjarna Ben hafa verið þátttakanda í „sviðssetningu“ kínverska kommúnistaflokksins
Eyjan
Í gær

Bullað um Danmörku og sósíalismann

Bullað um Danmörku og sósíalismann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sturla Böðvarsson brjálaður út í borgina fyrir „virðingarleysi“ og „skemmdarverk“ – Segir listaverk vera „forljótan grjóthnullung“ staðsett Alþingi til „háðungar“

Sturla Böðvarsson brjálaður út í borgina fyrir „virðingarleysi“ og „skemmdarverk“ – Segir listaverk vera „forljótan grjóthnullung“ staðsett Alþingi til „háðungar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á tímasetningu skólasetningar grunnskóla: „Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið“

Furðar sig á tímasetningu skólasetningar grunnskóla: „Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið“