fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. júní 2018 16:51

Sanna Magdalena

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Madgalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í minnihluta borgarstjórnar, tekur til máls á Facebook síðu sinni í dag. Þar tjáir hún sig um minnihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur verið gagnrýnt af mörgum. Sanna greiddi fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir borgarinnar. Féll það í misgóðan jarðveg stuðningsmanna Sósíalista og sagðist Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi Sósíalista, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ennþá óvinurinn, en þau væru valdalausi óvinurinn. Hann sagði kosninguna vera formsatriði.

Sanna segir í dag að óánægjan hefði komið sér á óvart:

„Eftir borgarstjórnarfund á þriðjudaginn var nokkuð um það rætt á samfélagsmiðlum að sósíalistar hefðu boðið fram í nefndir með öðrum flokkum í minnihlutanum. Þetta kom mér á óvart þar sem það er fátítt að flokkar í minnihluta bjóði ekki fram saman við nefndarkjör til að tryggja réttláta skiptingu nefndarsæta milli flokka. Að baki slíku samkomulagi liggur aldrei neitt málefnasamkomulag enda gera minnihlutar ekki með sér málefnasamning. Þetta fyrirkomulag hefur bæði verið haft um nefndarkjör á þing og í sveitastjórnum áratugum saman og því kom mér á óvart að eitthvað athugavert þætti við að sósíalistar í borgarstjórn væru í samfloti með öðrum flokkum í minnihlutanum varðandi nefndarkjör.“

 

Hún bendir á að ef ekki hefði verið farin þessi leið, hefðu Sjálfstæðismenn fengið öll lausu plássin í sjö manna ráðunum þar sem meirihlutinn fengi fjóra menn:

„Ef minnihlutaflokkarnir hefðu ekki boðið fram saman hefði meirihlutinn fengið fjóra menn í öllum sjö manna ráðum og Sjálfstæðisflokkurinn alla hina þrjá. Sósíalistar, Miðflokkur og Flokkur fólksins hefðu ekki fengið neinn mann kjörin. Það lá hins vegar ljóst fyrir að ef Sósíalistar, Miðflokkur og Flokkur fólksins biðu fram saman myndu þeir ná einum manni af Sjálfstæðisflokknum í hverju ráði. Flokkarnir gerðu því fljótlega eftir kosningar samkomulag um þetta. Þegar það lá fyrir óskaði Sjálfstæðisflokkurinn eftir því að vera með og bauð m.a. Flokki fólksins að skipta á einni nefnd og sáu sósíalistar ekki ástæðu til að setja sig upp á móti því. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekkert út úr þessu samkomulagi umfram það sem hann hefði fengið með því að bjóða fram einn, heldur minna.“

Sanna vísar því á bug að með þessu hafi hún verið að auka veg Sjálfstæðismanna:

„Það er því í meira lagi rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna í borgarstjórn með því að bjóða fram með öðrum minnihlutaflokkum. Þvert á móti leiddi samkomulag sósíalista við Miðflokk og Flokk fólksins til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk minna.“

Þá segir Sanna að hugmyndir hennar um að breyta fyrirkomulaginu hafi ekki hlotið framgöngu hjá meirihlutanum:

„Samkomulag sósíalista, Miðflokks og Flokks fólksins gat hvorki náð til borgarráðs né skipulags- og samgönguráðs því það var túlkun borgarstjórnar að þegar einn af þeim lista yrði kjörinn væru hinir flokkarnir að afsala sér áheyrnarfulltrúa í þessum ráðum. Sósíalistar hafa reynt að fá þessari túlkun breytt, en meirihlutaflokkarnir hafa ekki kippt þessu í fyrra horf. Það er því vegna afstöðu meirihlutans sem það sitja þrír fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum í borgarráði og skipulags- og samgönguráði en enginn fulltrúi frá sósíalistum, Miðflokki eða Flokki fólksins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus