Eyjan

Hinn tattúlausi Harry Kane

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. júní 2018 21:55

Við tökum eftir því í heimsmeistarakeppninni hvað gríðarlegur fjöldi leikmanna er með húðflúr. Margir með heilu útlimina þakta í flúri, maður getur svo ímyndað sér hvernig afgangurinn af líkamanum er. Það gæti jafnvel flökrað að manni að fótboltamennirnir geri lítið annað milli leikja og æfinga en að sækja tattústofur. Þetta á reyndar við um fleiri. Argentínski þjálfarinn sem var í sjónvarpinu í kvöld var gríðarlega tattúveraður að sjá – en undir lok leiksins tók maður samt meira eftir því hvað augun hans voru döpur.

Það er náttúrlega gamalkunnugt kvabb, og mjög forpokað, en það rifjast upp að í eina tíð voru engir með tattú nema karlar sem höfðu lent í siglingum. Álpast fullir inn á tattústofur í erlendum hafnarborgum. Í Nýhöfninni í Kaupmannahöfn var auglýst tattú inn á á milli kránna sem þóttu í meira lagi vafasamar. Svo komu karlarnir heim og þegar árin færðust yfir skömmuðst þeir sín fyrir tattúin. Ef þeir fóru í sund góndi fólk á þá og börnin bentu.

Það eru aðrir tímar. Tattú hefur verið í tísku ansi lengi, nokkra áratugi líklega. Það er til dæmis ekki óalgengt að sjá fólk með „ermar“, þá er öll höndin upp að öxlum þakin húðflúri.

Nú hefur breska götublaðið Daily Mail – sem var til dæmis hvað ákafast í Brexit – skorið upp herör gegn tattúveruðum fótboltamönnum.  Þetta gerir blaðið með því að halda á lofti nafni fyrirliða enska landsliðsins, Harry Kane. Það náðist mynd af Kane í baði, og viti menn, hann er ekki með nein tattú.

Kane fær þá einkunn hjá Daily Mail að fyrir utan að vera laus við tattúin (öfugt við til dæmis Beckham sem var einn þeirra sem gerði tattú vinsæl), sé hann kurteis, föðurlandsvinur, laus við hneykslismál, og hafi gifst kærustu sinni úr æsku. Blaðið líkir honum svo við Bobby Moore, sem var ljóshærður eins og Kane, og var fyrirliði enska landsliðsins sem vann heimsmeistarakeppnina 1966.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“