fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 12:30

Páll Gunnar Pálsson var skipaður forstjóri Samkeppniseftirlitsins árið 2005. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur áhyggjur af ítökum lífeyrissjóðanna á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Bankarnir sópuðu til sín eignum eftir hrunið fyrir áratug síðan en losuðu eignir sínar hægt og hægt með tímanum. Nú er staðan svipuð á ný, nema að það eru  lífeyrissjóðirnir sem eiga stóran hlut í fyrirtækjum og jafnvel sömu sjóðir eiga hlut í fyrirtækjum sem eru í samkeppni.

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson ræddi við Pál Gunnar á dögunum og sjá má myndbandið neðst í fréttinni.

„Já við höfum áhyggjur af þessu. Ef maður fer yfir þessa sögu vorum við í afleitri stöðu í hruninu þar sem bankarnir voru beinir og óbeinir eigendur af mjög stórum hluta samkeppnismarkaðar sem við vorum að fást við. Þegar bankarnir öðluðust yfirráð yfir þessum fyrirtækjum fór það í gegnum okkur og við gátum sett sett skilyrði sem miðuðu að því að flýta þessu ferli og passa upp á að það yrði samt sem áður samkeppni þó svo bankarnir væru með þetta allt í höndunum. Það var jákvætt skref þegar bankarnir fjarlægðust þetta eignarhald en það sem gerðist var að lífeyrissjóðirnir komu í staðinn. Það var líka skiljanlegt því þeir voru lokaðir innan gjaldeyrishafta og erfitt að fjárfesta í atvinnugreinunum,“

segir Páll. Hann segir það ekki heppilegt að sömu aðilar eigi stóran hlut í fleiri en einum keppinaut, á sama markaði:

„Þetta er staða sem varð og við höfum allan tímann haft áhyggjur af og talað um að þetta væri mjög óheppileg staða. Þegar sömu aðilar, hvort sem það eru lífeyrissjóðir eða ekki, en svona tiltölulega lítill hópur lífeyrissjóða eiga tiltölulega stóran hlut í fleiri en einum keppinaut á sama markaði. Við þekkjum þetta til dæmis á fjarskiptamarkaði og fleiri mörkuðum. Þetta er ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar. Við viljum frá samkeppnislegu tilliti hafa fjölbreytt eignarhald, með mismunandi eigendum með mismunandi áherslur, sem vilja fjárfesta í nýsköpun og sem eru tilbúnir að fjárfesta til að styrkja markaðsstöðu fyrirtækja.“

Páll segist hafa til hliðsjónar þróunina sem á  sér stað í Bandaríkjunum:

„Svo þannig að þótt staðan sé óvenjulega þröng hér, þá eru í Bandaríkjunum þessir stóru sjóðir, BlackRock og Vanguaard group, mjög áberandi og eiga oft í fleiri en einum keppinauti á sama markaði. Og þar hafa menn rannsakað þetta og við höfum fylgst vel með því. Sumar rannsóknir benda til þess að þetta hafi klárlega áhrif á verð, meðan aðrir fræðimenn eru ekki jafn sannfærðir. En við erum að taka þetta inn í okkar rannsóknir líka. Eins og við höfum kynnt í sumum stórum samrunum hér heima, til dæmis milli dagvörufyrirtækja og eldsneytisfyrirtækja sem við höfum til meðferðar, þá höfum við verið að skoða þetta eignarhald alveg sérstaklega,“

segir Páll.

Hann segir ekki annað koma til greina en að halda áfram baráttunni, það sé ekki í boði að gefast bara upp:

„Við erum alltaf að læra og erum í stöðu til að tryggja það. Við erum með stofnanir sem eru með augun á þessum vandamálum, Samkeppniseftirlitið þar á meðal. Stjórnvöld eru einnig meðvituð um þetta vandamál. Og verkefnið er að leysa úr vandamálinu með því að búa til betra fjárfestingarumhverfi og dreifðari fjárfestingum hjá  lífeyrissjóðunum. Við höfum engan annan kost en að finna þessar lausnir, því ef ekki, þá verður bara verra að búa hérna og sá sem er síðastur út þarf að slökkva ljósin.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus