Eyjan

Gylfi gefst upp og gefur ekki kost á sér til endurkjörs – „Þetta kemur ekki á óvart, staða hans var orðin afar veik“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 16:02

Andað hefur köldu milli Gylfa og Ragnars Þórs.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Gylfi segir það „erfitt“ og „lýjandi“að að eiga í átökum við félaga sína:

„Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harðnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu. Alþýðusambandið er meira en 100 ára gamalt og gríðarlega mikilvægt í allri réttinda- og kjarabaráttu launafólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“

Gylfi hefur legið undir ámæli frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og fleirum innan verkalýðshreyfingarinnar, en Ragnar lýsti yfir vantrausti á Gylfa í maí, fyrir myndbönd sem birtust á vef ASÍ, sem sögð voru tala niður verkalýðsbaráttuna. Einnig höfðu þeir átt í orðaskiptum í kjölfarið.

Ragnar Þór, sem staddur er erlendis, gaf sér tíma til að tala við Eyjuna í dag. Hann segir ákvörðun Gylfa ekki koma sér á óvart, eftir það sem á undan væri gengið:

„Þetta kemur ekki á óvart, staða hans var orðin afar veik að ég tel. Ég reiknaði að vísu ekki með þessu strax, við töldum að uppgjörið yrði þarna í haust, en nú þurfum við í hreyfingunni að fara að hugsa um hver er best til þess fallinn að leiða afar erfiðar samningaviðræður sem framundan eru,“

sagði Ragnar Þór. Hann segist sjálfur ekki á þeim buxunum að ætla að bjóða sig fram til forseta, en segir vel koma til greina að bjóða sig fram til varaforseta. Þá sagði Ragnar að hann búist við því að næsti forseti muni koma innan úr röðum verkalýðshreyfingarinnar, en ekki úr atvinnulífinu eða stjórnmálunum. Þó verði það væntanlega ekki einn af formönnum aðildarfélaganna.

 

Yfirlýsing ASÍ:

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í dag að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að þetta hafi ekki verið einföld ákvörðun, en að hann sé engu að síður sannfærður um að hún sé rétt.

„Ég tók við sem forseti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríðarleg áskorun sem beið okkar sem vorum í forystu á vinnumarkaðinum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaupmáttaraukningin á síðustu þremur árum er sú mesta í Íslandssögunni, atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og vextir í sögulegu lágmarki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launafólk miklu máli,“ segir Gylfi.

„Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harðnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu. Alþýðusambandið er meira en 100 ára gamalt og gríðarlega mikilvægt í allri réttinda- og kjarabaráttu launafólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína.

Ég hef ávalt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna. Ég er sannfærður um að sú sýn sem forysta Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna hefur haft að leiðarljósi á síðustu áratugum hafi skilað miklum árangri og ég vona að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöðugleika og langtímaárangur í kjarabaráttunni. Ef brotthvarf mitt getur orðið til þess að auka líkurnar á að áfram verði haldið á svipuðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlutverk. Það hef ég nú gert og niðurstaða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem forseti ASÍ á þinginu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakklæti og auðmýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu allan minn starfsferil. Ég vona sannarlega að hreyfingin nái vopnum sínum og sameinist í störfum sínum fyrir launafólk á Íslandi í komandi kjarasamningum. Verkalýðshreyfingin er nefnilega svo miklu öflugri þegar allir róa í sömu átt,“

segir Gylfi Arnbjörnsson.

Gylfi Arnbjörnsson hefur verið forseti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi framkvæmdastjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur ASÍ hjá Kjararannsóknarnefnd.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“