Eyjan

Forsetahjónin í opinbera heimsókn til Eistlands

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 11:30

Mynd-forseti.is

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Eistlands í dag, 20. júní 2018, og stendur heimsóknin dagana 21.-23. júní. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verður með í för auk embættis- og aðstoðarmanna.

Eistar minnast þess í ár að 100 ár eru liðin frá því þeir stofnuðu fyrst lýðveldi og efna þeir til viðamikilla hátíðarhalda af því tilefni. Heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn við forsetahöllina í Tallinn að morgni fimmtudagsins 21. júní og mun forseti þá eiga fund með Kersti Kaljulaid, forseta Eistlands. Þessu næst mun forseti skoða miðstöð Atlantshafsbandalagsins í vörnum gegn tölvuglæpum í borginni, eiga hádegisverðarfund með Eiki Nestor forseta Riigikogu, eistneska þingsins, og annan með Jüri Ratas forsætisráðherra.

Þá verður farið í Mannréttindamiðstöðina í Tallinn og minningarsetur tónskáldsins Arvo Pärt en um kvöldið sóttir tónleikar í listamiðstöðinni Kultuurikatel áður en gengið verður til hátíðarkvöldverðar í boði forseta Eistlands. Föstudaginn 22. júní halda forsetahjónin til Tartu og snæða þar ásamt öðrum þjóðhöfðingjum hádegisverð í boði borgarstjórnar Tartu. Þennan dag er átjánda skiptið sem háskólanemar Eystrasaltslanda efna til söng- og danshátíðar, sem þeir kalla Gaudeamus, og hófst sú hefð að safna þannig saman ungu fólk frá þessum grannríkjum árið 1956.

Meðal tiginna gesta, sem reiknað er með að sæki viðburðinn að þessu sinni, eru auk forseta Eistlands og Íslands, forsetar Finnlands, Georgíu, Lettlands, Litháens og Póllands. Eftir hádegisverðinn heimsækir forseti Íslands Háskólann í Tartu og á þar fund með nemendum en því næst er haldið í þjóðminjasafnið sem hlaut tilnefningu sem Minjasafn Evrópu 2018. Um kvöldið munu gestir fagna blysgöngu Sönghátíðarinnar á bökkum Emajogi árinnar þar sem kórar, dansarar og gestir safnast saman og gleðjast.

Næsta dag verður haldið til Tallinn og þar munu forseti Íslands og forsetafrú kveðja gestgjafa áður en haldið er heim á leið til Íslands. 20. júní 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna

Ísland kjörið í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – Tekur sæti Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra

Reykjavíkurborg ræður tvo skólastjóra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016

Bjarni segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika – Fékk sjálfur 45% launahækkun 2016
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%

Heildarlaun hækkuðu um 4,9%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“

Forstjórar íhuga málssókn gegn ríkinu: „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna“