fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 20:30

Forsætisráðherra heimsækir Háskóla Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnaði ráðstefnu EURAM (European Academy of Management) í Háskólabíó í dag. Um 1700 erlendir fræðimenn taka þátt í ráðstefnunni sem er sú stærsta á sviði viðskiptafræði sem haldin hefur verið hér á landi. Í ávarpi sínu minntist Katrín á mikilvægi þess að fræðasamfélagið, í samvinnu við einkageirann, setji samfélagslega ábyrgð eins og  jafnréttismál og umhverfismál, ætíð á oddinn.

Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu bara að sjálfsögðu á góma.

Þá heimsótti forsætisráðherra og fylgdarlið hennar Veraldar-hús Vigdísar þar sem hún sat fund undir yfirskriftinni „Háskóli í fremstu röð“ ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og fulltrúum úr háskólanum. Eftir fundinn var gengið yfir í Tæknigarð þar sem hún sat tvo aðra fundi; annars vegar fjármögnun háskóla í alþjóðlegum samanburði og hins vegar um nýsköpun og tengsl við atvinnulíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum
Frestur liðinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Krefur Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir vegna brottvikningar

Krefur Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir vegna brottvikningar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihluti Alþingis vill afsögn sexmenninganna

Meirihluti Alþingis vill afsögn sexmenninganna