fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Páll Magnússon rekinn úr fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Eyjum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 08:48

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vék Páli Magnússyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, úr ráðinu á aukaaðalfundi í gærkvöldi. Ennfremur lýsti það yfir fullu vantrausti á þingmanninn með lófaklappi, vegna framgöngu hans í aðdraganda sveitastjórnarkosninga, en þar studdi Páll ekki framboð Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram á mbl.is.

„Við kjós­um í full­trúaráðið en hann var ekki á þeim lista sem var nú bor­inn upp til at­kvæða. Það samþykktu all­ir fund­ar­menn að hafa hann ekki á list­an­um. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti í sög­unni sem þingmaður úr heima­bæn­um er ekki í full­trúaráði, enda er þetta ef­laust í eina skipti í sögu stjórn­mála sem odd­viti flokks­ins styður ekki sinn flokk í sveit­ar­fé­lag­inu,“

seg­ir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðsins við Morgunblaðið.

„Full­trúaráðið get­ur ekki litið á þing­mann­inn sem trúnaðarmann Sjálf­stæðis­flokks­ins og ósk­ar eft­ir fundi með for­ystu flokks­ins vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp er kom­in,“

segir í ályktun fulltrúaráðsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Fréttablaðið að hann myndi ræða málið við sitt fólk, en vildi lítið tjá sig annars um málið.

 

Páll studdi framboð klofningslistans Fyrir Heimaey sem leitt var af Írisi Róbertsdóttur og myndaði nýjan meirihluta með Eyjalistanum.

Staða Páls innan Sjálfstæðisflokksins er talin afar veik. Ljóst er að líkurnar á að hann fái endurnýjað umboð sem þingmaður í næstu alþingiskosningum hafa minnkað verulega.

Eftir stendur að staða ökuþórsins Ásmundar Friðrikssonar, sem er annar þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hefur styrkst til muna, þegar til lengri tíma er litið. Hann er vinsæll í kjördæminu og þekkir vel til í Eyjum eftir tíma sinn þar. Hann hlaut góða kosningu og stendur í raun eftir með pálmann í hendinni og bíllyklana í hinni.

Vilhjálmur Árnason, þriðji þingmaður kjördæmisins fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ætti einnig að færast upp um sæti, haldi hann rétt á spilum sínum. Hann er hinsvegar ekki mjög áberandi í þingstörfum og gæti fengið harða samkeppni frá Elliða Vignissyni, ákveði bæjarstjórinn fyrrverandi að fara í landsmálin.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG