Eyjan

Páll Magnússon ber af sér sakir og segir viðbrögðin „vanstillt“ – „Í stað þess að axla ábyrgð á eig­in mis­tök­um er nú reynt að finna sök hjá öðrum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 14:29

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur loksins svarað fyrir sig varðandi skortinn á stuðningi hans við Sjálfstæðisflokkinn í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna, en ljóst þykir að hann hafi stutt klofningsframboðið Fyrir Heimey, leitt af Írisi Róbertsdóttur, þó svo sá stuðningur hafi ekki verið opinber, eða með beinum hætti.

Sendi Páll Morgunblaðinu orðsendingu, þar sem hann segist best hafa gætt heildarhagsmuna flokksins með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni, að vel yfirveguðu ráði og ráðfærslu við „bestu“ og „reyndustu“ menn.

Ástæðan fyr­ir því að ég hélt mig til hlés í kosn­inga­bar­átt­unni í Vest­manna­eyj­um var sú að þannig taldi ég mig best gæta heild­ar­hags­muna Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi öllu. Þetta gerði ég að mjög vel yf­ir­veguðu ráði og eft­ir ráðfærslu við bestu og reynd­ustu menn.“

Þá segist hann líta á það sem skyldu sína að laða þetta fólk aftur til fylgis við flokkinn, án þess að útskýra með hvaða hætti það verður:

„Eft­ir að flokk­ur­inn klofnaði í Eyj­um var ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja fram­boði að mál­um. Reynd­in varð sú að lík­lega gengu 30-40% af fylgj­end­um Sjálf­stæðis­flokks­ins til liðs við Heima­eyj­arlist­ann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem odd­vita flokks­ins í kjör­dæm­inu að  laða þetta fólk aft­ur til fylg­is við Sjálf­stæðis­flokk­inn,“

segir Páll.

Hann segir viðbrögð fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær hafa verið „vanstillt“, en þar var Páli vikið úr ráðinu sökum skorts hans á stuðningi við flokkinn. Segir hann óbeinum orðum að hann sé gerður að blóraböggli:

Ég geri svo sem ekki mikið með þessi frem­ur van­stilltu viðbrögð í Ásgarði í gær­kvöldi. Flokk­ur­inn klofnaði í herðar niður hér í Eyj­um og tapaði ör­ugg­um meiri­hluta . Í stað þess að axla ábyrgð á eig­in mis­tök­um er nú reynt að finna sök hjá öðrum. Það er út af fyr­ir sig mann­legt en aðal­atriðið er að finna leiðir til sátta  þegar sjatn­ar í ör­vænt­ing­unni og reiðinni.“

 

Páll, sem sjálfur hefur sagst vera skapstór, virðist fara beint í skotgrafirnar í þessu máli. Ljóst er að orð hans munu seint teljast fræ sátta og friðar, þar sem Páll virðist telja sig alsaklausan.

Afsökun hans um að með því að halda sig til hlés í kosningabaráttunni væri hann að gæta heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verður að teljast afar sérstök hjá jafn reyndum manni í pólitík.

Þá eru síðustu orð hans, um örvæntingu og reiði, varla til þess fallin að  leiða til sátta, líkt og Páll talar um og vandséð hvernig hann ætlar að líma saman klofningsframboðið Fyrir Heimaey aftur við Sjálfstæðisflokkinn.

 

Orðsending Páls:

„Ástæðan fyr­ir því að ég hélt mig til hlés í kosn­inga­bar­átt­unni í Vest­manna­eyj­um var sú að þannig taldi ég mig best gæta heild­ar­hags­muna Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi öllu. Þetta gerði ég að mjög vel yf­ir­veguðu ráði og eft­ir ráðfærslu við bestu og reynd­ustu menn.

Eft­ir að flokk­ur­inn klofnaði í Eyj­um var ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja hinu nýja fram­boði að mál­um. Reynd­in varð sú að lík­lega gengu 30-40% af fylgj­end­um Sjálf­stæðis­flokks­ins til liðs við Heima­eyj­arlist­ann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem odd­vita flokks­ins í kjör­dæm­inu að  laða þetta fólk aft­ur til fylg­is við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Ég geri svo sem ekki mikið með þessi frem­ur van­stilltu viðbrögð í Ásgarði í gær­kvöldi. Flokk­ur­inn klofnaði í herðar niður hér í Eyj­um og tapaði ör­ugg­um meiri­hluta . Í stað þess að axla ábyrgð á eig­in mis­tök­um er nú reynt að finna sök hjá öðrum. Það er út af fyr­ir sig mann­legt en aðal­atriðið er að finna leiðir til sátta  þegar sjatn­ar í ör­vænt­ing­unni og reiðinni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði