fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ísland með hæsta hlutfall fólks sem býr enn í heimahúsum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram kom á fundi sem Íbúðalánasjóður stóð fyrir í gær, um leigumarkaðinn og stofnun óhagnaðardrifinna leigufélaga, að Ísland skeri sig úr í samanburði við hin Norðurlöndin þegar kemur að hlutfalli fólks á aldrinum 25-34 ára í foreldrahúsum. Um 14% fólks á þessum aldri býr í foreldrahúsum á Íslandi en hlutfallið er um og undir 6% hjá nágrannalöndum okkar, samkvæmt gögnum Eurostat. Leiða má líkur að því að staðan hér á landi sé að miklu leyti sökum skorts á húsnæði sem hæfir ungu fólki til kaups eða leigu.

Una Jónsdóttir, deildarstjóri leigumarkaðar hjá sjóðnum, vakti máls á því að í íslenskum húsaleigulögum sé áskilið að leiga skuli jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Að vísu sé einnig tekið fram að aðilum sé frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og með hvaða hætti hún skuli breytast á leigutímanum. Hins vegar vakni spurningar um það, þegar þessi ákvæði séu skoðuð, hvort til séu hér á landi skýr viðmið um það hvað teljist vera sanngjörn og eðlileg leiga?

Una Jónsdóttir

Una sagði ástæðu til að skoða hvort heimfæra megi lausnir sem hafa reynst vel hjá nágrannalöndum okkar yfir á íslenskan markað.

„Í Svíþjóð eru til að mynda starfrækt samtök leigjenda sem semja árlega um leiguverð við leigusala, og þar er kveðið á um að leiguverð skuli vera sanngjarnt. Viðmiðið um hvað teljist sanngjarnt verð byggist á samræmdri aðferð við að meta kosti húsnæðisins. Hægt er að skjóta síðan ágreiningi til húsaleigunefndar sem getur ákveðið nýtt leiguverð,“

sagði Una.

Almenna reglan í Noregi er svo að leigusamningar séu ekki gerðir til skemmri tíma en þriggja ára og óheimilt er að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana, og þá einungis einu sinni á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins