fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ætlar meirihlutinn að fjárkúga ríkið með Reykjavíkurflugvelli ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 10:27

Við myndun nýs meirihluta árið 2018

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er rýnt í sáttmála hins nýja meirihluta í Reykjavík. Þar er tekin fyrir kafli sem fjallar um Reykjavíkurflugvöll, sem Staksteinar segja „skrítinn“:

„Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verður tryggt meðan unnið er að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. Aðalskipulagi Vatnsmýrar verði breytt og lokun flugvallarins seinkað þegar samningar hafa náðst við ríkið um borgarlínu sem styður við nauðsynlega uppbyggingu á Ártúnshöfða, í Elliðavogi, á Keldum og í Keldnaholti.“

Staksteinar segja textann ekki sérlega skýran, en það liggi beinast við að skilja hann þannig að borgarstjórnarmeirihlutinn muni setja það skilyrði fyrir frestun á lokun Reykjavíkurflugvallar,  að ríkið semji um aðkomu að borgarlínunni, með fjárútlátum.

„Einhvern tíma hefði slík uppsetning kallast fjárkúgun,“ segja Staksteinar.

Borgarlínuáformin virðast í uppnámi frá því að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg, eða sveitarfélögin þar í kring, hafi sýnt fram á að þau gætu staðið undir borgarlínunni fjárhagslega.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er samt vikið að því að styðja skuli við borgarlínuna. Hinsvegar er hvergi getið um neinar upphæðir, eða tímamörk í því sambandi og gæti því stuðningurinn allt eins verið andlegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki