Eyjan

Ætlar meirihlutinn að fjárkúga ríkið með Reykjavíkurflugvelli ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. júní 2018 10:27

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er rýnt í sáttmála hins nýja meirihluta í Reykjavík. Þar er tekin fyrir kafli sem fjallar um Reykjavíkurflugvöll, sem Staksteinar segja „skrítinn“:

„Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verður tryggt meðan unnið er að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. Aðalskipulagi Vatnsmýrar verði breytt og lokun flugvallarins seinkað þegar samningar hafa náðst við ríkið um borgarlínu sem styður við nauðsynlega uppbyggingu á Ártúnshöfða, í Elliðavogi, á Keldum og í Keldnaholti.“

Staksteinar segja textann ekki sérlega skýran, en það liggi beinast við að skilja hann þannig að borgarstjórnarmeirihlutinn muni setja það skilyrði fyrir frestun á lokun Reykjavíkurflugvallar,  að ríkið semji um aðkomu að borgarlínunni, með fjárútlátum.

„Einhvern tíma hefði slík uppsetning kallast fjárkúgun,“ segja Staksteinar.

Borgarlínuáformin virðast í uppnámi frá því að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg, eða sveitarfélögin þar í kring, hafi sýnt fram á að þau gætu staðið undir borgarlínunni fjárhagslega.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er samt vikið að því að styðja skuli við borgarlínuna. Hinsvegar er hvergi getið um neinar upphæðir, eða tímamörk í því sambandi og gæti því stuðningurinn allt eins verið andlegur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“