Eyjan

110 tonn af osti utan múranna – og dálítið um sérstöðu íslenskrar ostaframleiðslu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. júní 2018 11:54

Það er ekki upphaf og endir tilverunnar að geta borðað erlenda osta, ónei. En það verður að segja eins og er að fyrirkomulag ostasölu á Íslandi er dálítið sérstakt. Í lok þinghalds laumaðist í gegn frumvarp sem sker niður heimildir til að flytja inn útlenda osta um 110 tonn. Það er allnokkuð – getið þið ímyndað ykkur slíkt magn af ostum í einum bing.

Það er náttúrlega útilokað að 350 þúsund manna þjóð með litla hefð á þessu sviði geti búið til mikið af gæðaostum. Hér er heldur ekki framleiddur sauðaostur eða geitaostur í neinu magni. Osta úr ógerilsneyddri mjólk má ekki framleiða. Í löndum dálítið sunnar og vestar í álfunni stendur ostagerð á gömlum merg. Í mesta ostalandinu, Frakklandi eru sagðar vera hátt í 400 tegundir af ostum sem eru flokkaðar í nokkrar meginfylkingar.

En bæði Norðmenn og Danir framleiða fáeinar tegundir af ostum sem hafa öðlast smá heimsfrægð – sá norski er gerður úr geitamjólk. Skyr okkar Íslendinga er orðið frægt, en ostarnir ekki.

Á Íslandi lokum við fyrir mestallan innflutning á ostum eða setjum á þá ofurtolla svo þeir verði svo dýrir að fáir treysti sér til að kaupa þá. Til að mæta spurn eftir osta höfum við farið út í að framleiða þá undir erlendum heitum. Stundum hafa þetta verið eins konar eftirlíkingar af útlendu ostunum, sbr. camenbert (franskur), brie (franskur), feta (grískur), cheddar (enskur), gouda (hollenskur), mozzarella (ítalskur), misjafnlega vel heppnaðar. Sumt er svipað, annað eiginlega alls ekki.

Einu sinni var gerður svonefndur Port Salut á Íslandi, hann var ekkert í ætt við samnefndan franskan ost – en var þó hugsanlega besti ostur sem hefur verið framleiddur á landinu. Nokkuð sérstakur, en líkari dönskum ostum en frönskum.  Svo eru ostar sem eru ekki í líkingu við neitt sem geta talist gæðaostar erlendis; oft hefur verið talað um hina gúmmíkenndu áferð.

Þetta getur aldrei orðið sérstaklega gott, og maður er í raun ekki að ásaka neinn þegar maður segir það, hér er dvergþjóð með afar takmarkaðan landbúnað og eitt fyrirtæki að andspænis allri ostahefð heimsins. En við höfum ríkisstjórn sem er staðráðin í að halda öllum girðingunum sem hafa verið settar kringum landbúnaðinn og hækka þær jafnvel. Að minnsta kosti fá 110 tonnin af ostinum að vera utan múranna.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði