Eyjan

Vonandi tapa bæði liðin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. júní 2018 22:35

Þær eru geðslegar ríkisstjórnirnar í löndunum sem hefja keppni á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Rússland – Saudi-Arabía.

Annars vegar ríkið sem heldur keppnina, það lýtur stjórn hins einræðissinnaða Pútíns sem er fulltrúi stjórnarfars sem stundum er kallað þjófræði. Sem leiðtogi er Pútín bæði lyginn og svikull –  þetta er algjörlega prinsípplaus maður enda upppfóstraður í leyniþjónustu Sovéttímans, KGB.

Hins vegar er það hið vellauðuga olíuríki Saudi-Arabía þar sem risastór ætt, tengd stofnanda ríkisins Ibn Saud, lifir í vellystingum praktuglega. Aðferðin til að stjórna lýðnum er með sérstaklega þröngsýnni og ógeðfelldri útgáfu af íslamsttrú – sem pólitískt birtist eins og hreinræktaður fasismi.

Bæði þessi ríki hafa verið í alls kyns ævintýraleiðangrum á erlendri grund. Rússar í Úkraínu og í Sýrlandi. Saudi-Arabar hafa undanfarin ár keypt einhver ósköp af vopnum frá Vesturlöndum og beita þeim nú í Jemen þar sem þeir standa í miklum manndrápum. Í dag gerðu þeir miklar sprengjuárásir á borgina Hudayah; þar í höfninni er skipað upp matvælum sem eiga að fara til átta milljón bágstaddra íbúa landsins.

Og svo má geta þess að þetta eru tvö af helstu olíuframleiðsluríkjum heims, þau hafa nagað sig saman til að hafa áhrif á framboð á olíu og þá um leið verðið. Saudar eru sérstakir vinir Bandaríkjanna, sem eru í liði með þeim gegn Íran, en það kemur ekki í veg fyrir að Saudar og Rússar hafi náð saman um aðgerðir til að stjórna olíuverðinu. Og þetta gerist þrátt fyrir að Rússar og Íranir séu í vinfengi.

Það er víst ekki hægt í fótbolta – en maður getur helst óskað þess að bæði liðin tapi í leiknum. Menn segja reyndar að þetta stefni í að verða lélegasti opnunarleikur heimsmeistaramóts fyrr og síðar, því bæði liðin séu frámunalega slöpp.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“