Eyjan

Sigmundur segir brjóstafyrirspurn sína vera „listrænan gjörning“ – Segir vegið að heiðri Jóns Sigurðssonar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. júní 2018 09:07

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og nú gjörningalistamaður, vakti nokkra athygli á dögunum vegna fyrirspurnar sinnar til forseta Alþingis, um hver hefði veitt leyfi fyrir viðveru og myndatöku á berbrjósta konum sem heimsóttu Alþingishúsið í tilefni af listgjörningnum Demoncrazy á Listahátíð Reykjavíkur. Birtust myndir af þeim berum að ofan, með málverkum af ýmsum þekktum persónum úr stjórnmálasögu Íslands.

Meðal spurninga Sigmundar var hvort forseti teldi slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum, til þess fallna að auka virðingu Alþingis.

Sigmundur þótti koma upp um eigin kreddur með fyrirspurninni, ekki síst á samfélagsmiðlum, meðan aðrir töldu hann hafa gefið listgjörningnum byr undir báða vængi með fyrirspurn sinni.

Sigmundur var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun, þar sem hann svaraði fyrir sig, af hverju hann hefði lagt fram þessa fyrirspurn.

Svar Sigmundar kom nokkuð á óvart. Hann sagði fyrirspurn sína vera „listrænan gjörning“ , í svokölluðum  „avant- garde“ stíl, sem er heiti yfir framúrstefnu. Þetta væri gert til þess að hrista upp í „elítunni, sem stýrði umræðunni.“

Hann tók fram að aðrir hópar hefðu ekki fengið heimild til að taka upp í Alþingishúsinu, til dæmis hefði Áramótaskaupið aldrei fengið að taka þar upp.

Þá sagði Sigmundur að með listsköpun sinni, í formi fyrirspurnarinnar til forseta Alþingis, hefði honum gefist færi á að spyrja um hefðirnar innan þingsins, þar sem þær hefðu áður komið til tals og gagnrýni og vísað í í kjólamálið hjá Björt Ólafsdóttur, formanns Bjartrar framtíðar, sem lét taka af sér myndir í Alþingissalnum í kjól í auglýsingaskyni.

Þá tók Sigmundur sérstaklega fram að eftirfarandi klausa í svari Steingríms J. Sigfússonar hefði valdið honum áhyggjum, er fjallaði um #metoo byltinguna:

 „Rétt er að minna á í þessu sambandi að listviðburður þessi og gjörningur er í beinu samhengi við þá vakningu sem konur víða um heim, og einnig á Íslandi, hafa hrundið af stað undir formerkjunum „Ég líka“ og hefur m.a. leitt til þess að Alþingi hefur nú breytt siðareglum sínum og einnig haldið rakarastofuviðburð, hvort tveggja í því skyni að vinna gegn hvers kyns kynbundnu áreiti, kynbundnu ofbeldi, einelti og annarri óásættanlegri hegðun.“

Sigmundur sagði það sláandi að þingforsetinn setti gjörninginn í samhengi við baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og setti spurningamerki við það hvort blanda ætti saklausum mönnum, þar á meðal sjálfum Jóni Sigurðssyni, með beinum hætti í slík mál og þar með gera þá að táknmynd fyrir því sem barist væri gegn.

Virtist Sigmundur því taka upp hanskann fyrir hina löngu látnu menn, þar sem honum fannst vegið að æru þeirra og heiðri og þeir fundir sekir um hegðun sem enginn fótur væri fyrir.

Í svari Steingríms kemur fram að Birgir Ármannsson, þingflokksformaðurmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti leyfið fyrir myndatökunum í þingsflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi skrifstofustjóri Alþingis veitt hópnum leyfi til að ganga berbrjósta út úr Alþingishúsinu og við það hafi Steingrímur engar athugasemdir gert.

 

 

 

Þessi mynd virðist hafa farið fyrir brjóstið á Sigmundi. Í baksýn má sjá Jón Sigurðsson. Mynd: Markús Andersen. www.listahatid.is/en/programme/demoncrazy/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði