Eyjan

Össur Skarphéðinsson um uppgang sósíalista: „Dagur má hafa sig allan við“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. júní 2018 17:30

Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, eys Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík, lofi á Facebooksíðu sinni í dag. Tilefnið er mótmæli sósíalista við málefnasamningi meirihlutans, sem Eyjan fjallaði um fyrr í dag.

Össur segir:

„Loksins er komin stjórnarandstaða í borgina. Þetta er ansi hvasst og „to the point“ hjá Sönnu. Dagur má hafa sig allan við. Þessi kona er ekki mélkisa. Líklega verða þó Sanna og sossarnir VG langskeinuhættust. Þau næstum ýttu út Líf, sem var þó prýðisframbjóðandi. Sósíalistaflokkurinn og Gunnar Smári eru miðpunktur í ólguneti sem teygir sig um verkalýðshreyfinguna og skapa þar jákvæðan uppreisnaranda. Sanna er eiginlega stjarna nýliðinna kosninga – og á þessum sporbaug gæti hún sem frambjóðandi Sósíalistaflokksins í næstu kosningum velgt vinstrinu rækilega undir uggum. Einkum VG. Þetta er spurning um úthald en mér sýnist Sanna og Sossarnir vera komin til að vera. Drottningin í stjórnarráðinu má passa sig.“

Þarna nefnir Össur það sem margir hafa sagt eftir kosningar, að Sósíalistaflokkurinn hafi stolið þrumunni af Vinstri grænum. Þá virðist Össur einnig beina orðum sínum til sjálfstæðismanna, er hann segir að loksins sé komin stjórnarandstaða í borgina, en flokkurinn þótti ekki mikill á velli síðasta kjörtímabil.

Athygli vekur að Össur segir að Dagur þurfi að „hafa sig allan við“.

Slíka sneið má skilja sem svo að Össur telji að Dagur og Samfylkingin í Reykjavík hafi ekki staðið sig sem skyldi varðandi íbúðar- og húsnæðismálin og þurfi að vanda sig betur þegar kemur að félags- og velferðarmálum. Slík gagnrýni var hávær fyrir kosningar, en vekur meiri eftirtekt þegar hún kemur frá fyrrum formanni Samfylkingarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“