fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Hækkanir hámarksábyrgða hjá Ábyrgðarsjóði launa: „Felur í sér mikla bót fyrir launafólk“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. júní 2018 16:45

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sett reglugerð sem kveður á um 64% hækkun hámarksgreiðslu vegna kröfu launamanns um um vinnulaun og bætur vegna launamissis og vangreidds orlofs. Hækkunin er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu félagsleg stöðugleika í tengslum við mat á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.

„Þessi hækkun felur í sér mikla bót fyrir launafólk komi til gjaldþrots atvinnurekanda. Það er fólki jafnan mikið áfall að missa vinnuna, hvað þá ef afkoma þess er í uppnámi, nánast á fyrsta degi eftir atvinnumissinn. Þessi aðgerð og sömuleiðis tæplega 19% hækkun atvinnuleysisbóta sem tók gildi 1. maí síðastliðinn hefur mikla þýðingu fyrir fólk sem lendir í erfiðri stöðu á vinnumarkaði og missir vinnuna af einhverjum ástæðum“

segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Ábyrgðasjóður launa ábyrgist greiðslu á kröfum um vangoldin laun, bætur vegna slita á ráðningarsamningi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og lífeyrisiðgjöld sem gerðar eru í bú vinnuveitenda sem orðið hafa gjaldþrota. Hámarksábyrgð er á kröfum launamanna um vinnulaun og bætur vegna launamissis í allt að þrjá mánuði og einnig á greiðslum vegna vangreidds orlofs.

Með reglugerðinni hækka hámarksgreiðslur vegna kröfu launamanna um vinnulaun og bætur vegna launamissis í allt að þrjá mánuði úr Ábyrgðasjóði launa úr 385 þúsund krónum í 633 þúsund krónur á mánuði. Hámarksábyrgð sjóðsins vegna tryggingar á greiðslu orlofs hækkar úr 617 þúsund krónum í 1.014 þúsund krónur.

Hækkuninn tekur gildi 1. júlí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti