fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Nýr málefnasamningur kynntur á Akureyri

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. júní 2018 12:30

Mynd: Auðunn Níelsson. akureyri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022 og undirritað meðfylgjandi málefnasamning því til staðfestingar, samkvæmt tilkynningu.

Í málefnasamningi kemur m.a. fram að áhersla er lögð á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda. Við viljum halda áfram að virkja íbúa til lýðræðislegrar þátttöku og auka vægi íbúasamráðs.
Lögð verður áhersla á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og bæta starfsskilyrði í leik- og grunnskólum bæjarins.

Sérstök áhersla verður lögð á leiðir sem geta bætt líðan barna og ungmenna ekki síst með snemmtækri íhlutun og aðgengi að sérfræðiþjónustu innan veggja leik- og grunnskóla. Unnið verður að því að bæta þjónustu við aldraða og gera hana sveigjanlegri.

Farið verður í tilraunaverkefni annars vegar um styttingu vinnuvikunnar og hins vegar um samfelldan vinnudag yngri grunnskólabarna í samstarfi við frístund með tengingu við íþrótta- og tómstundastarf.
Lögð verður áhersla á að koma á beinni tengingu við útlönd.

Formennska í ráðum verður sem hér segir:

  • Forseti bæjarstjórnar – L-listinn
  • Formaður bæjaráðs – Framsóknarflokkurinn
  • Stjórn Akureyrarstofu – Samfylkingin
  • Frístundaráð – L-listinn
  • Fræðsluráð – Framsóknarflokkurinn
  • Skipulagsráð – Framsóknarflokkurinn
  • Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn
  • Velferðarráð – Samfylkingin

Starf bæjarstjóra verður auglýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins