Eyjan

Dómstólar brjóta gegn þingmanni og birta sjúkrasögu hans á netinu: „Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. júní 2018 09:04

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, höfðaði mál gegn Vátryggingarfélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Dómur var upp kveðinn á fimmtudag í Hæstarétti, þar sem VÍS var sýknað.

Í dómnum er hægt að lesa um viðkvæmar persónuupplýsingar Guðmundar og sjúkrasögu:

„Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum. Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum,“

er haft eftir Guðmundi í Fréttablaðinu.

Persónuvernd úrskurðaði í september að meðferð og vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum bryti í bága við lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði við Fréttablaðið að hún hefði ekki séð dóminn en sagði ljóst að dómstólar þyrftu að fara eftir lögum:

„Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Það er vissulega mat hverju sinni hvaða upplýsingar eru viðkvæmar og leynt eigi að fara en viðmiðin eru að okkar mati nokkuð skýr hvað þetta varðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði