Eyjan

Diplómatískur sigur eða innantómt sjónarspil hjá Trump?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. júní 2018 09:08

Mér sýnist menn ætla að taka afstöðu til fundar Donalds Trump og Kims Jong Un nákvæmlega eftir pólitískum línum. Ég sé nokkra aðdáendur bandaríska Repúblikanaflokksins fagna þessu á Facebook og svo eru vinstri sinnaðir vinir mínir sem finna þessu flest til foráttu.

Þetta á allt eftir að skýrast. Samskiptamiðlarnir gera ráð fyrir því að menn séu búnir að komast nánast samstundis að niðurstöðu – og þá á helst ekki að hnika fullvissunni. En ætl sé ekki best að bíða með stórar yfirlýsingar og ályktanir. Kannski er þetta mikil og merkileg diplómatísk opnun – Kim sér í kringum sig ríki eins og Kína og Vietnam sem hafa orðið auðug undir einræði sem kennir sig við kommúnisma. Kannski langar hann að fara sömu leið?

Svo getur þetta líka verið tóm vitleysa og sjónarspil. Trump virkar geysilega upprifinn frá fyrsta augnabliki fundarins og kóreski einræðisherrann spilar með. Trump þykist vera afar klókur í samningatækni –telst þetta vera góð aðferð? Yfirlýsing fundarins þykir vera afskaplega rýr. Rússar hvetja Norður-Kóreu til að fórna ekki kjarnorkuvopnunum. Trump virðist ekki hafa verið sérlega harður við Kim, þvert á móti. The Economist segir að fundurinn gæti verið dýru verði keyptur en Trump hafi fengið sitt tækifæri til að gorta.

Kim er náttúrlega þriðja flokks harðstjóri í ógeðslegu ríki – en hann sker sig úr vegna kjarnorkuvopnanna sem hann komst yfir og vegna hinnar ótrúlegu grimmdar sem hann beitir þegna sína. Hann á varla skilið að vera nema neðanmálsgrein í mannkynnssögunni. En við þetta rifjast upp einn stóratburður tuttugustu aldarinnar, þegar Richard Nixon fór til Kína.

Það voru tíðindi sem komu mjög á óvart. Strax eftir hann opnaðist Kína aðeins gagnvart Vesturlöndum. En áhrifin voru lengi að birtast. Það fóru að birtast gagnkvæmar sendinefndir. Kína var samt mestanpart lokað enn um sinn. En þetta var fyrsta merkið um það sem koma skyldi, um hina miklu sókn Kínverja inn á markaði heimsins, um auðinn sem þar hefur orðið til, og hina sérkennilegu útgáfu þeirra af markaðshyggjunni sem stundum hefur verið kölluð herskálakapítalismi.

Og Nixon. Jú, hann var ansi klár náungi á sinn hátt. Miklu gáfaðri en Trump. Og hann hafði að baki sér Kissinger sem er sérfræðingur í sögu diplómatíunnar. Aðdáanda Metternichs. Þeim Nixon og Kissinger hefði ekki látið sér detta í hug að eyðileggja samskipti Bandaríkjanna við hefðbundin bandalagsríki sín – hvað þá að efna til ófriðar við Kanada.

En Nixon var líka með siðferðisbrest á háu stigi. Ekki löngu eftir ferðina til Kína hrökklaðist hann frá völdum með skömm.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“