Eyjan

Brynjar segir borgaralaun Pírata vera „dellumakeríi“ – „Kemur frá fólki sem telur dugnað vera úrelt fyrirbæri“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. júní 2018 13:23

Samsett mynd DV

Píratar lögðu fram þingsályktunartillögu um borgaralaun á Alþingi í dag. Borgaralaun eiga að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með því augnamiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og stuðla að jöfnum tækifæri. Vilja Píratar að skipaður verði starfshópur sem leiti leiða til að koma hugmyndinni í verk.

Ekki eru allir jafnhrifnir af hugmyndinni um borgaralaun. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði þetta að segja á Facebooksíðu sinni í morgun:

„Mikið af alls konar dellumakeríi kemst á dagskrá þingsins stuttu fyrir þinglok vegna hótana um málþóf ella. Gott dæmi um það er þingsályktunartillaga um borgaralaun, sem mun þýða skilyrðislausa grunnframfærslu fyrir alla án nokkurs endurgjalds. Tillagan kemur frá fólki sem telur dugnað vera úrelt fyrirbæri og tækniþróunin leiði til þess að aðeins örfáir þurfi að vinna,“

sagði Brynjar, en hann hefur áður tjáð sig um meinta leti Pírata:

„Áberandi er hópur þingmanna sem telur sig sérstakt baráttufólk fyrir bættum vinnubrögðum og aukinni virðingu alþingis. Flest eiga þau nú samt sameiginlegt að hafa varla unnið ærlegt handtak um ævina og finnst dugnaður ofmetinn, ef ekki úreltur.“

Þá segir Brynjar að hann hafi engan áhuga á slíku letilífi sjálfur, sem borgaralaun fælu í sér:

„Þótt letilíf eigi ágætlega við mig hef ég engan áhuga á því að aðrir borgi undir það fyrir mig. Svo er tækniþróun ekki nýtt fyrirbæri og þótt hún leiði til færri starfa á einstökum sviðum býr hún til ný störf á öðrum. Þetta vita allir sem hafa aðeins gluggað í hagsöguna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Segir Ísland hluta af framtíð Bretlands

Segir Ísland hluta af framtíð Bretlands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Messi í messi – stórkostleg stund fyrir Halldórsson og barnabörn hans

Messi í messi – stórkostleg stund fyrir Halldórsson og barnabörn hans
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur ætlar að gefa Hannesi fálkaorðuna sína

Sigmundur ætlar að gefa Hannesi fálkaorðuna sína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfis- og Náttúrustofnun amast við tófuljósmyndara á Hornströndum: „Mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið“

Umhverfis- og Náttúrustofnun amast við tófuljósmyndara á Hornströndum: „Mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar um Pál Magnússon: „Ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum“

Brynjar um Pál Magnússon: „Ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eftir minna að slægjast í Airbnb, samt bætast við íbúðir og eftirlitið fer á kreik

Eftir minna að slægjast í Airbnb, samt bætast við íbúðir og eftirlitið fer á kreik