Eyjan

Birtir hlutfall innflytjenda í hverju sveitarfélagi: „Augljóst að upplifunin af alþjóðavæðingunni og innflutningi vinnuafls er mjög misjöfn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. júní 2018 15:02

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, tekur saman áhugaverða tölfræði yfir hlutfall innflytjenda í sveitarfélögum landsins á Facebooksíðu sinni í dag. Þar má sjá hlutfall innflytjenda í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

„Ástæða þess að ég skoðaði þetta var að við vorum á Akureyri og ég hafði á orði við fólkið sem bjó þar hversu fáir útlendingar væru í bænum (fyrir utan ferðamenn, náttúrlega). Akureyringarnir voru á því að þeir væru þarna, ég sæi þá bara ekki af einhverjum ástæðum.“

Gunnar les ýmislegt úr þessari tölfræði, þar á meðal misjafna upplifun fólks af alþjóðavæðingunni:

„Það er margt annað merkilegt þarna, og augljóst að upplifunin af alþjóðavæðingunni og innflutningi vinnuafls er mjög misjöfn, ekki bara eftir starfsgreinum (mikil áhrif meðal láglaunafólks og iðnaðarmanna – lítil meðal menntaðrar millistéttar og elítu) heldur líka eftir búsetu. Kannski sýni ég ykkur aldurinn seinna. Málið er það þegar við erum að ræða um alþjóðavæðingu og innflytjendur þá talar verkakona á fertugsaldri sem býr í efra Breiðholti út úr allt öðrum raunveruleika en verkfræðingur á sextugsaldri í Garðabænum. Veruleiki þeirra snertist varla svo þau þurfa að skrúfa upp samkennd sína til að geta yfirleitt talað saman.“

 

Hér að neðan má sjá hlutfall íbúa sem eru innflytjendur í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Raðað er eftir hlutfalli:

Óstaðsettir í Reykjavík: 30.9%
Kjalarnes: 29.1%
Mýrdalshreppur: 27.9%
Ásahreppur: 26.6%
Bolungarvík: 23.3%
Eyja- og Miklaholtshreppur: 22.5%
Breiðholt, Seljahverfi: 22.4%
Snæfellsbær: 22.2%
Súðavíkurhreppur: 22.0%
Sandgerði: 21.6%
Svalbarðsstrandarhreppur: 21.5%
Grundarfjarðarbær: 20.9%
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: 20.5%
Sveitarfélagið Garður: 20.3%
Hrunamannahreppur: 20.2%
Sveitarfélagið Ölfus: 20.0%

Bláskógabyggð: 19.5%
Reykjanesbær: 19.3%
Langanesbyggð: 18.6%
Austurbær, Norðurmýri, Hlíðar: 18.4%
Vesturbyggð: 17.8%
Grindavíkurbær: 17.3%
Rangárþing eystra: 16.4%

Grímsnes- og Grafningshreppur: 15.4%
Skútustaðahreppur: 15.3%
Vesturbærinn: 15.2%
Fjarðabyggð: 15.2%
Sveitarfélagið Vogar: 14.9%
Tálknafjarðarhreppur: 14.8%
Ísafjarðarbær: 14.6%
Norðurþing: 14.2%
REYKJAVÍK: 14.2%
Rangárþing ytra: 14.2%
Sveitarfélagið Hornafjörður: 13.8%
Stykkishólmur: 13.5%
Skaftárhreppur: 13.1%
Dalvíkurbyggð: 12.9%
Ártúnsholt, Árbær, Selás, Norðlingaholt: 12.2%
Djúpavogshreppur: 12.2%
Borgarfjarðarhreppur: 12.1%

ÍSLAND: 12.0%
Þingeyjarsveit: 11.9%
Hafnarfjörður: 11.4%
Kaldrananeshreppur: 11.3%
Laugarnes, Laugarás, Heimar & Vogar: 11.3%
Seyðisfjörður: 10.8%
Háaleiti, Bústaðir, Fossvogur: 10.6%
Kópavogur: 10.5%
Borgarbyggð: 9.5%
Akranes: 8.7%
Blönduóssbær: 8.4%
Kjósarhreppur: 8.2%
Vestmannaeyjar: 8.1%
Seltjarnarnes: 7.9%

Hamra-, Folda- og Húsahverfi: 7.5%
Flóahreppur: 7.4%
Fljótsdalshérað: 7.4%
Grafarholt & Úlfarsárdalur: 7.1%
Sveitarfélagið Árborg: 7.0%
Rima-, Engja-, Víkur-, Borgar- og Staðahverfi: 6.6%
Breiðdalshreppur: 6.6%
Grýtubakkahreppur: 6.3%
Fjallabyggð: 6.2%
Dalabyggð: 6.1%
Mosfellsbær: 6.1%
Hveragerði: 5.9%
Helgafellssveit: 5.8%
Hörgársveit: 5.7%
Húnaþing vestra: 5.7%
Hvalfjarðarsveit: 5.7%
Sveitarfélagið Skagaströnd: 5.6%
Vopnafjarðarhreppur: 5.4%
Húnavatnshreppur: 5.1%
Sveitarfélagið Skagafjörður: 5.1%

Akureyri: 5.0%
Fljótsdalshreppur: 4.9%
Garðabær: 4.9%
Eyjafjarðarsveit: 4.7%
Akrahreppur: 3.6%
Svalbarðshreppur: 3.2%
Reykhólahreppur: 2.8%
Skagabyggð: 2.0%
Strandabyggð: 1.9%
Tjörneshreppur: 1.7%
Skorradalshreppur: 0.0%
Árneshreppur: 0.0%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“