Eyjan

Ásthildur lætur af störfum hjá Vesturbyggð – Auglýst eftir nýjum bæjarstjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. júní 2018 10:00

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar.

Ásthildur Sturludóttir, sem verið hefur bæjarstjóri í Vesturbyggðar frá 2010, hefur látið af störfum. Krafta hennar var ekki óskað af nýjum meirihluta sem ætlar að auglýsa starfið laust til umsóknar. Ásthildur var ráðin sem bæjarstjóri eftir kosningarnar 2010 af  Sjálfstæðisflokknum, sem missti meirihluta sinn í nýliðnum kosningum, til Nýrrar sýnar, sem hlaut 4 fulltrúa af sjö.

Ásthildur rekur tíma sinn í embætti á Facebooksíðu sinni, þar sem hún kveður samstarfsmenn sína og óskar nýrri bæjarstjórn velfarnaðar:

„Í dag skila ég ásamt fráfarandi meirihluta blómstrandi sveitarfélagi sem er í mikilli sókn. Fjárhagsstaðan er góð. Ég er stolt af þeim verkum sem ég skila af mér og hefði gjarnan viljað klára þau sem fyrir liggja en nýr meirihluti hefur ákveðið að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra.“

 

Fjölmargir þjóðþekktir stjórnmálamenn skrifa Ásthildi kveðju í athugasemdarkerfinu, eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Sólveig Pétursdóttir, fyrrum forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrum forseti Alþingis, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og Jón Gunnarsson, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem segir það gamla sögu en ekki nýja, að þegar vel gangi stígi fram fólk sem segi „nú get ég.“

Ásthildur er dóttir Sturlu Böðvarssonar, fyrrum forseta Alþingis og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hún er með BA-próf í stjórn­mála­fræði frá Há­skóla Íslands og MPA-gráðu (Master of Pu­blic Adm­in­istrati­on) í op­in­berri stjórn­sýslu frá PACE Uni­versity í New York. Ásthild­ur starfaði áður sem verk­efn­is­stjóri  á rektors­skrif­stofu og markaðs- og sam­skipta­sviði Há­skóla Íslands. Áður var hún verk­efn­is­stjóri við bygg­ingu tón­list­ar- og ráðstefnu­húss­ins Hörpu, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi og at­vinnuráðgjafi hjá SSV-þróun og ráðgjöf.

Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“