fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þinglok líklega á morgun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, verður þingi líklegast slitið á morgun. Það velti að mestu á því hvort takist að ljúka nýju persónuverndarlöggjöfinni. Allsherjar- og menntamálanefnd vann að frumvarpinu um helgina en Steingrímur sagði við Morgunblaðið að hann gæti ekki fullyrt hvort það kæmi úr nefndinni í dag:

„Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er það ekki alveg ljóst. Það þarf bara þann tíma sem það þarf og það þarf að ljúka því sómasamlega. Þetta er enginn óskaplegur málafjöldi. Dagskrá er í svona 20 málum og svo styttist hún eftir að mál tínast út. Þetta er bara spurning um hversu marga daga, vonandi dugar fyrri hluti vikunnar okkur.“

 

Nýju persónuverndarlögin eru  hluti af EES-samningnum, en þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf sem kom til framkvæmda þann 25. maí síðastliðinn í Evrópu, samkvæmt vef Persónuverndar.

Þær endurbætur á evrópskri persónuverndarlöggjöf sem hér um ræðir samanstanda annars vegar af nýrri reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga (Evrópureglugerð) og hins vegar að tilskipun um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu- og dómsyfirvöldum (löggæslutilskipun).

Samþykkt endurbótanna markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá 14. apríl 2016 segir að hinar nýju reglur staðfesti að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga verði tryggður fyrir alla. Reglurnar munu einnig efla hinn stafræna innri markað Evrópu með því að tryggja öryggi í þjónustu sem veitt er yfir netið og veita fyrirtækjum réttarvissu (e. legal certainty) sem byggist á skýrum og samræmdum reglum. Þá segir að Evróputilskipun á sviði löggæslu og refsivörslu muni tryggja öryggi vinnslu persónuupplýsinga ásamt því að efla samvinnu löggæsluyfirvalda í Evrópu í baráttunni gegn hryðjuverkum og öðrum alvarlegum glæpum. Í tilkynningunni er jafnframt tekið fram að þessar lagabreytingar eigi að gagnast öllum borgurum Evrópu og að einstaklingum þurfi að vera veitt vald til að þekkja rétt sinn svo þeir viti hvernig unnt sé að verja þann rétt ef hann er ekki virtur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?