Eyjan

Steingrímur segir Svandísi brjóta lög

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 10:30

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, sagði í útvarpsþættinum Þingvellir á K100 í gær að það bryti í bága við lög að læknar kæmust ekki að á rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ákvörðun um að fleiri læknar fengu ekki aðgang að rammasamningnum, þvert á vilja Steingríms. Sagði hann framkvæmdina brjóta í bága við rammasamninginn og á réttindum sjúklinga sem tryggð eru í lögum:

„Það á ekki að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna út frá veitendum heldur út frá notendum og gera allt sem hægt er til að standa vörð um þeirra réttindi,“

sagði Steingrímur á K100.

Sú ákvörðun Svandísar að endurnýja ekki rammasamninginn hefur vakið reiði meðal sérfræðilækna, sem segja framtíð sérfræðilækninga óljósa og greiðslubyrði sjúklinga í lausu lofti. Samningurinn mun renna út um áramót.

Svandís vill hinsvegar að það verði að vera skýrara hvaða þjónustu ríkið sé að kaupa af sérfræðilæknum og því þurfi að breyta samningnum. Um áramótin þarf því væntanlega að vera búið að semja upp á nýtt, eða samningurinn framlengdur meðan unnið er að breytingum á honum. Það gæti reynst erfitt fyrir Svandísi að láta samninginn renna út, þar sem það muni líklega leiða til gjaldhækkana hjá sérfræðilæknum, en slíkt gæti mælst illa fyrir hjá almenningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði