Eyjan

Ríkisforstjórar kvarta undan kjararáði – Þrjú ár frá síðustu hækkun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 08:48

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR

Gissur Pétursson, sem er formaður forstöðumanna ríkisstofnana og forstjóri Vinnumálastofnunar,  segir í Morgunblaðinu í dag að tugir erinda bíði ákvörðunar kjararáðs, hvers skipunartími rennur út í lok þessa mánaðar. Hann segir að þrjú ár séu frá því að forstjórar ríkisfyrirtækja fengu launahækkun og virðist óttast að ekki náist að hækka laun þeirra í tíma, áður en kjararáð verði lagt niður:

  „Ég veit að það bíða tugir erinda hjá ráðinu sem eru kannski jafnvel eins og hálfs árs gömul. Það er alveg með ólíkindum hvernig þetta stjórnvald hagar sér. Kjararáð ákvað hækkun til stjórnmálamanna, dómara og einhverra örfárra forstjóra stofnana, aðallega stofnana sem eru opinber hlutafélög. Eftir situr langstærstur hópur ríkisforstöðumanna sem hafa ekki einu sinni fengið kjarasamningsbundnar hækkanir núna síðastliðin ár,“

segir Gissur við Morgunblaðið.

Hann segir forstjórana vera afar pirraða yfir þessu ástandi, þeir séu ekki vanir svona vinnubrögðum í stjórnsýslunni. Þá leiði þetta til þess að laun þeirra rýrni og síðan verði reynt að bjarga málunum með skarpri hækkun, sem verði til þess að almenningur fordæmi hækkunina:

„Það er ætlunin að þetta verði ákvörðunarefni kjara- og mannauðssýslu ríkisins en allt það verklag er alveg óklárað. Þess vegna erum við alveg óskaplega pirraðir á þessu. Við erum náttúrlega stjórnendur stjórnvalds og við bara þekkjum ekki svona vinnubrögð, eins og þessi nefnd viðhefur. Ég held að það séu þrjú ár frá síðustu hækkun. Það er það sem gerir þetta erfitt því þá safnast þetta upp og þá er auðvitað bara komin stórkostleg rýrnun og svo reyna þeir að svara því á einhverjum einum tímapunkti með mikilli hækkun sem fer óskaplega illa í fólk og eðlilega.“

Hann bætir síðan við að allir séu komnir með nóg af kjararáði, ekki síst þeir sem heyra undir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning