Eyjan

Fréttamaður Fox News kallaði Trump einræðisherra

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 11. júní 2018 16:34

Fréttastofan Fox news, sem er þekkt fyrir að birta ansi mikið af jákvæðum fréttum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert ansi marga stuðningsmenn Trumps reiða vegna ummæla sem féllu í þættinum Fox and Friends í gær. Í umræddum þætti sagði einn fréttamaðurinn Abby Huntsman yfir myndskeiði þar sem Donald Trump er að yfirgefa forsetaflugvélin í Singapore: „Burtséð frá því hvað gerist á þessum fundi milli þessara tveggja einræðisherra, það sem við erum að sjá núna, það er sögulegt.“

Mörgum þótti furðulegt að enginn andmælti þessari yfirlýsingu fréttamannsins og það var ekki fyrr en mun seinna í útsendingunni sem Abby baðst afsökunar á ummælum sínum. Seinna um daginn birti hún svo afsökunarbeiðni á Twitter. Margir aðdáendur Trumps brugðust illa við þessum ummælum og hringdu inn til fréttastofu Fox news til að mótmæla ummælum hennar.

Hér má svo sjá myndband með ummælum hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“