Eyjan

D´Hondt aðferðin reyndist Framsókn og Sósíalistum óþægur ljár í þúfu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 17:30

Stærðfræðingurinn Þorkell Helgason hefur reiknað út hvernig úrslit borgarstjórnarkosninganna hefðu farið ef ekki væri hinni umdeildu en lögbundnu d´Hondt aðferð beitt við röðun sæta kjörinna fulltrúa. Þetta má sjá á heimasíðu hans.

Ýmsar reikniaðferðir eru til sem notast er við í kosningum víða um heim. Þorkell tiltekur aðferðirnar Sainte-Laguë, Norrænan Laguë, Hare og Droop, en segir að  d´Hondt aðferðin skeri sig úr, þar sem hún sé sú eina sem gefi aðra niðurstöðu en hinar fjórar, sé horft til borgarstjórnarkosninganna.

Þannig má sjá að ef einhver önnur aðferð en d´Hondt aðferðin hefði verið notuð, hefði Framsóknarflokkurinn náð inn manni í Reykjavík og Sósíalistar hefðu náð inn tveimur mönnum í stað eins.

Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn náð inn sjö í stað átta og Samfylkingin hefði fengið sex menn í stað sjö.

Engu hefði breytt fyrir aðra flokka hvaða aðferð er notuð.

Úthlutuð sæti
B

Framsókn

C

Viðreisn

D

Sjálfstæðisfl.

F

Flokkur fólksins

J

Sósíalistar

M

Miðflokkur

P

Píratar

S

Samfylking

V

Vinstri græn

Alls
d’Hondt 2 8 1 1 1 2 7 1 23
Sainte-Laguë 1 2 7 1 2 1 2 6 1 23
Norrænn Laguë 1 2 7 1 2 1 2 6 1 23
Hare (stærsta leif) 1 2 7 1 2 1 2 6 1 23
Droop 1 2 7 1 2 1 2 6 1 23

 

D´Hondt aðferðin hefur fengið nokkra gagnrýni í gegnum árin. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði hana hagfelldari stærri flokkum, en óhagfellda þeim minni. Til dæmis gæti stór flokkur fengið hreinan meirihluta án þess að vera nálægt því að hafa meirihluta atkvæða.

Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að hann hefði endurskoðað trú sína á d´Hondt aðferðinni, eftir að hún kostaði Miðflokkinn fjóra fulltrúa á landsvísu í nýliðnum sveitastjórnarkosningum.

Framsóknarflokkurinn hefur löngum þótt hagnast á d´Hondt aðferðinni í gegnum tíðina og því athyglisvert að sjá hvernig aðferðin verður þeim að falli nú.

Regla d‘Hondts er eignuð nítjándu aldar Belganum Victor d’Hondt (1841-1901). Eins og aðrar svokallaðar deilireglur, er hún þannig útfærð, að deilt er í atkvæðatölu hvers lista með runu deilitalna. Deildunum sem þannig fást er skipað í stærðarröð og er sætum úthlutað til hæstu deildanna, jafnmörgum og sætum sem úthluta skal.

Í reglu d‘Hondts eru deilitölurnar einfaldlega runa heiltalnanna 1, 2, 3 o.s.frv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Segir Ísland hluta af framtíð Bretlands

Segir Ísland hluta af framtíð Bretlands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Messi í messi – stórkostleg stund fyrir Halldórsson og barnabörn hans

Messi í messi – stórkostleg stund fyrir Halldórsson og barnabörn hans
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur ætlar að gefa Hannesi fálkaorðuna sína

Sigmundur ætlar að gefa Hannesi fálkaorðuna sína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Umhverfis- og Náttúrustofnun amast við tófuljósmyndara á Hornströndum: „Mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið“

Umhverfis- og Náttúrustofnun amast við tófuljósmyndara á Hornströndum: „Mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar um Pál Magnússon: „Ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum“

Brynjar um Pál Magnússon: „Ef þú ert þingmaður flokksins þá styðurðu flokkinn en ekki einhvern klofning út úr honum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eftir minna að slægjast í Airbnb, samt bætast við íbúðir og eftirlitið fer á kreik

Eftir minna að slægjast í Airbnb, samt bætast við íbúðir og eftirlitið fer á kreik