Eyjan

Björn Leví um hvalveiðar: „Hvaða fokking fávita dettur í hug að leyfa þetta?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. júní 2018 11:30

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er æfareiður yfir fyrirhuguðum hvalveiðum Kristjáns Loftssonar á langreið. Kristján tilkynnti það í apríl að hann hyggðist hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, sem vakti nokkra hneykslan í þjóðfélaginu.

Björn deilir frétt Vísis frá því í apríl, sem hefur eftir Morgunblaðinu orð Kristjáns um að „vonir séu bundnar við að markaður fyrir kjötið opnist í Japan á ný.“

„Afsakið en (fullt af blótsyrðum)… hvaða (blótsyrði og tilvísun í gáfnafar). Á að hefja veiðar á dýri í útrýmingarhættu með _von_ um að einhver kaupi? Nei, þetta mál verðskuldar ekki ritskoðun. Hvaða fokking fávita dettur í hug að leyfa þetta?“

spyr Björn Leví.

Í gær var boðað til friðsamlegra mótmæla gegn hvalveiðum við Reykjavíkurhöfn. Að því tilefni lét Kristján Loftsson hafa eftir sér við Stöð 2, að mótmælin hefðu engin áhrif á hann:

„Jú jú, það finnur alltaf eitthvað til þess að réttlæta það sem það er að segja, það passar ekkert af þessu neitt. Þetta er fólk sem er á móti öllu hér í landinu, þetta hefur ekki áhrif á okkur alla vega.“

Hvalkvótinn í ár er 161 langreyður en Hvalur hf. hefur einnig leyfi til að nýta 20% af ónýttum kvóta síðasta árs. Veiðarnar eiga að hefjast 20. júní.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“