Eyjan

Merkel er veiklaður leiðtogi – þrátt fyrir myndina

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. júní 2018 22:18

Hún fer eins og eldur í sinu um netið myndin þar sem Angela Merkel virðist lesa yfir hausamótunum á Donald Trump á fundi G7 ríkjanna. Merkel sjálf var svo ánægð með myndina að hún dreifði henni á Instagram. Þarna virðist hún vera bæði sterkur og klár leiðtogi – en Trump eins og skömmustulegur óknyttaunglingur.

En það er sýnd, ekki reynd.

Staðreyndin er sú – og það skynjar Trump vel – að Merkel er afar veikluð sem leiðtogi. Hún fór illa út úr síðustu kosningum, náði á endanum að mynda slappa samsteypustjórn með sósíaldemókrötum.

Stjórmál í Þýskalandi eru á miklu stöðnunarskeiði, Merkel vill helst rugga bátnum sem minnst, en hinn áræðni leiðtogi Evrópu stendur við hlið hennar á myndinni, aðeins aftar. Það er Emmanuel Macron, forseti Frakklands.

Macron hefur ýmsar umbótahugmyndir, meðal annars um endurbætur á evrusvæðinu. Doðinn í Þýskalandi er hins vegar slíkur að stjórnmálaleiðtogar þar taka lítt undir. Á sama tíma er stórhætta á nýrri evrukreppu sem myndi eiga upptök sín á Ítalíu, en öfgaöfl sækja enn á í álfunni. Systurflokkur CDU Angelu Merkel, CSU í Bæjaralandi, er nú tekinn að færast í þá átt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði