Eyjan

Tölvumyndir arkitektanna og veruleikinn

Egill Helgason
Laugardaginn 9. júní 2018 09:30

Eru teikningar arkitekta af húsum sem eiga að rísa einatt fegraðar eða jafnvel falsaðar? Við sáum til dæmis varðandi Hafnatorgið að á myndunum sem arkitektar gerðu af því virkuðu byggingarnar minni í samhengi við nálæga byggi en raunin virðist ætla að vera.

Á sænskri vefsíðu sem nefnist Arkitekturupproret er þetta skoðað og birt dæmi um þar sem munurinn milli tölvuteikninganna og veruleikans er himinhrópandi. Við sjáum lika brellur sem við höfum séð slíkum myndum hér heima, til dæmis loftbelg sem við þekkjum af mynd af húsum sem áttu að rísa í Lækjargötu og svo líka sól sem skín úr átt þaðan sem sól getur aldrei skinið.

Tölvumyndirnar eru næstum alltaf bjartari en veruleikinn og lýsingin eins falleg og verður á kosið. En svo birtist eitthvað allt annað þegar húsin rísa. Þetta er náttúrlega spurning um sölumennsku, að selja verkefnin, en þeirri spurningu er líka velt upp hvort tölvumyndirnar séu einhvers konar listræn afbötun fyrir arkítektúrinn.

Myndirnar eru meðal annars frá Stokkhólmi og Gautaborg.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“