Eyjan

Tölvumyndir arkitektanna og veruleikinn

Egill Helgason
Laugardaginn 9. júní 2018 09:30

Eru teikningar arkitekta af húsum sem eiga að rísa einatt fegraðar eða jafnvel falsaðar? Við sáum til dæmis varðandi Hafnatorgið að á myndunum sem arkitektar gerðu af því virkuðu byggingarnar minni í samhengi við nálæga byggi en raunin virðist ætla að vera.

Á sænskri vefsíðu sem nefnist Arkitekturupproret er þetta skoðað og birt dæmi um þar sem munurinn milli tölvuteikninganna og veruleikans er himinhrópandi. Við sjáum lika brellur sem við höfum séð slíkum myndum hér heima, til dæmis loftbelg sem við þekkjum af mynd af húsum sem áttu að rísa í Lækjargötu og svo líka sól sem skín úr átt þaðan sem sól getur aldrei skinið.

Tölvumyndirnar eru næstum alltaf bjartari en veruleikinn og lýsingin eins falleg og verður á kosið. En svo birtist eitthvað allt annað þegar húsin rísa. Þetta er náttúrlega spurning um sölumennsku, að selja verkefnin, en þeirri spurningu er líka velt upp hvort tölvumyndirnar séu einhvers konar listræn afbötun fyrir arkítektúrinn.

Myndirnar eru meðal annars frá Stokkhólmi og Gautaborg.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði