fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Brynjar hjólar í Pírata: „Hafa varla unnið ærlegt handtak um ævina“ – „Þetta fólk skeytir hvorki um skömm né heiður“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. júní 2018 13:22

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hellir úr skálum reiði sinnar á Facebook í dag, hvar hann fer mikinn um þingmenn Pírata. Hann nefnir engin nöfn, hvorki á flokkum né þingmönnum, en ljóst er á orðum Brynjars að um Pírata er að ræða.

Tilefnið virðist vera störf Pírata á þingi, en fyrirspurnir Björns Leví Gunnarssonar og framganga Halldóru Mogensen í máli velferðarráðuneytisins og Braga Guðbrandssonar virðast fara fyrir brjóstið á Brynjari, sem þó viðurkennir í lok skrifa sinna, að hann hafi farið öfugu megin framúr rúminu í morgun:

„Áberandi er hópur þingmanna sem telur sig sérstakt baráttufólk fyrir bættum vinnubrögðum og aukinni virðingu alþingis. Flest eiga þau nú samt sameiginlegt að hafa varla unnið ærlegt handtak um ævina og finnst dugnaður ofmetinn, ef ekki úreltur. Í þeirri baráttu nota þau ræðustól þingsins, klædd eins og niðursetningar, og saka pólitíska andstæðinga og embættismenn ýmist um lygi, óheiðarleika, spillingu og glæpi. Á sama tíma getur það ekki einu sinni sagt satt um eigin menntun. Undir þetta taka svo helstu sóðamiðlar landsins, sem trúa sjálfir að þeir séu hlutlausir og heiðarlegir.

Þau kenna sig við frjálslyndi en eru mestu búrókratar sem þekkjast á byggðu bóli. Þau treysta sér ekki til að heilsa með handabandi því að engar skráðar reglur eru til um hvora hendina skuli nota. Þau taka þingið og framkvæmdavaldið í gíslingu með endalausu málþófi og gagnslausum fyrirspurnum. Þau hika ekki við að setja sig í dómarasæti í málum sem þau hafa hvorki kynnt sér né hafa vit á. Dómarnir eru gjarnan mjög þungir og ekki kunna þau að biðjast afsökunar reynast þeir rangir. Þetta fólk skeytir hvorki um skömm né heiður.

Já, ég fór öfugu megin úr rúminu í morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“