Eyjan

Veiðigjaldafrumvarpinu frestað – Gagnrýnin réttmæt segir Katrín

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 08:43

Katrín Jakobsdóttir,

Stjórnarandstaðan og ríkisstjórnin funduðu í gærkvöldi og komust að samkomulagi um þinglok. Fallist var á tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að fresta veiðigjaldafrumvarpinu fram á haust, en klára þess í stað önnur mál á næstu dögum, líkt og upphaflega var lagt upp með. Verða lögin því óbreytt fram til áramóta. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Sagði Katrín að gagnrýnin á frumvarpið hefði verið réttmæt, það hefði komið of seint fram og meiri tíma þyrfti til að ræða það.

Hún nefndi einnig að önnur frumvörp hefðu tafið fyrir þinglokum, en skipun stjórnar Íslandsstofu mun hafa verið helsti ásteytingarsteinninn, sem og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála.

Veiðigjaldafrumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu á þingi hjá stjórnarandstöðunni og einnig í baklandi VG. Má því flokka þetta undir einskonar sigur hjá Vinstri grænum og Katrínu Jakobsdóttur, í bili að minnsta kosti, sem hefur legið undir ámæli fyrir að ganga á bak orða sinna um málið, vegna þrýstings frá Sjálfstæðisflokknum, en ætla má að flokkurinn líti á veiðigjaldafrumvarpið sem eitt af lykilmálum hans í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Staða VG á landsvísu í sveitastjórnarkosningunum er hinsvegar áhyggjuefni viðurkenndi Katrín og sagði fulla ástæðu til þess að fara yfir þau mál. Hún sagði að ríkisstjórnarsamstarfið með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum hefði eflaust haft áhrif, en það væri einnig margt annað sem spilaði þar inn í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning