Eyjan

Segir Ísland fara á „svartan lista“ nema Alþingi samþykki persónuverndarlöggjöf sem er sögð brjóta gegn stjórnarskrá

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 12:00

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis, segir í Morgunblaðinu í dag að Ísland fari á svartan lista ef ekki verði gengið í takt við önnur Evrópulönd þegar kemur að upptöku á nýrri persónuverndarlöggjöf, sem ætlað er að innleiða á grundvelli EES-samningsins:

„…ef við erum ekki í takt við önnur Evrópulönd að taka þetta upp þá förum við bara á svartan lista um að það sé ekki óhætt að skiptast á persónuupplýsingum við Íslendinga því þeir séu ekki búnir að taka upp þessi ströngu viðmið og þá eru alls konar sektir og refsingar yfirvofandi,“

segir Páll í Morgunblaðinu.

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, bendir á þetta á bloggsíðu sinni og segir að löggjöfin sé brot á stjórnarskrá Íslands, þar sem í henni felist framsal bæði framkvæmdarvalds og dómsvalds, líkt og Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands bendi á í grein sinni í Morgunblaðinu um síðustu helgi:

„Hinn 29. maí sl. mælti dómsmálaráðherra fyrir frumvarpi sem ætlað er að innleiða persónuverndarreglugerð ESB í íslenskan rétt. Þar kemur fram að ekki verði stuðst við hið svonefnda tveggja stoða kerfi EES-samningsins, en í því kerfi felst meðal annars að EFTA-ríkin komu á fót eftirlitsstofnun og dómstól þar sem þau eiga sjálf ekki aðild að stofnunum ESB eða dómstólakerfi þess. Ætlunin með frumvarpinu virðist því vera sú að valdheimildir verði framseldar til stofnunar ESB, en að fulltrúum íslenska ríkisins verði ekki veittur atkvæðisréttur innan stofnunarinnar, ólíkt fulltrúum ríkja ESB. Íslenska ríkið verður þar með ekki fullgildur aðili þeirrar stofnunar. Þessari stofnun ESB verður í einhverjum tilvikum heimilað að gefa Persónuvernd bindandi fyrirmæli. Í þessu felst fyrirætlun um framsal framkvæmdavalds.“

Á bloggi sínu ýjar Styrmir að því að Páll, sem og þeir þingmenn sem styðji málið, séu því í raun að brjóta á stjórnarskránni og vinna gegn drengskaparheiti sínu:

„Getur verið að þeir telji að stjórnarskráin skipti engu máli og að það drengskaparheit skipti engu máli?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“