Eyjan

Nýr meirihluti í burðarliðnum – verður Þórdís Lóa borgarstjóri?

Egill Helgason
Föstudaginn 8. júní 2018 10:35

Það er líklegt að dragi til tíðinda varðandi myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í dag – reyndar höfðu flokkarnir sem eru að ræða saman gefið út að þeir ætluðu að taka vikuna sem nú er að líða til að klára málin. Þá gæti jafnvel verið að nýr meirihluti verði kynntur um helgina.

Það er nokkurn veginn einboðið að Viðreisn muni ganga til liðs við Samfylkinguna, Pírata og Vinstri græn. Það hefur líka vakið athygli að Sjálfstæðisflokkurinn sniðgengur Viðreisnarfólk í Hafnarfirði og Kópavogi – þar sem hann áður starfaði með systurflokknum Bjartri framtíð. Í staðinn velur Sjálfstæðisflokkurinn Framsókn.

Eyþór Arnalds getur líklega alveg gefið upp á bátinn drauminn um að verða borgarstjóri – ekki nema gerist eitthvað óvænt á kjörtímabilinu og meirihlutinn springi eins og var á árunum fyrir hrun.

Þá er það spurningin um hver verður borgarstjóri. Sá kvittur hefur komist á kreik að Viðreisn hafi í krafti oddastöðu sinnar krafist þess að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verði borgarstjóri. Það gæti orðið dálítið glæfraspil, einhverjum kynni jafnvel að finnast það bera vott um græðgi.

Borgarstjórastaðan í Reykjavík er líklega erfiðasta pólitíska embætti á Íslandi; það er gríðarlegur núningur vegna alls kyns mála sem valda óánægju, stórra og smárra. Þetta útheimtir bæði þekkingu og yfirsýn – nema maður sé Jón Gnarr og geti nálgast hlutina með óvæntum og frumlegum hætti. En það fara fáir í fötin hans. Þórdís er nýgræðingur í pólítíkinni en verður innan um fólk sem er öllum hnútum kunnugt í borgarmálunum – úr öðrum stjórnmálaflokkum.

Viðreisn verður næststærsti flokkurinn í borgarstjórnarmeirihlutanum, með örlítið meira fylgi en Píratar – en fylgið er þó þrisvar sinnum minna en hjá Samfylkingunni. Það er nokkuð áleitin spurning hvort það er nógu sterkt umboð til að fara fram á borgarstjórastólinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“