Eyjan

Hvor myndin er sannari?

Egill Helgason
Föstudaginn 8. júní 2018 18:01

Við erum að fara á Heimsmeistarmótið í fótbolta. Litla Ísland og allt það. Erum komin á forsíðu Time. Minnsta þjóðin fyrr og síðar á HM.

Ég ætla að fylgjast með leikjunum í útlöndum, samt ekki Rússlandi. Er samt ekki búinn að hafa til fána, veifur eða boli. Held reyndar að landsliðsbúningurinn fari mér ekki vel.

Svo gæti maður kannski þurft að taka með hauspoka ef við töpum stórt. Það er góður árangur að komast svona langt, en það getur samt verið ægilega leiðinlegt að tapa þegar á hólminn er komið. Í Evrópukeppninni í hittifyrra var ég í Grikklandi. Næstum allir héldu með Íslandi. En Frakkaleikurinn var samt ekki skemmtilegur. Þá voru dólgslegir Frakkar á næsta borði þar sem við horfðum á leikinn. Við gáfumst upp í hálfleik.

Ég óttast satt að segja að verði dálítið af Frakkaleikjum þetta árið. Spil Íslendinganna byggir í raun upp á að leyfa leikmönnum sem næstum allir eru hæfileikameiri en íslensku landsliðsmönnunum ekki að „spila sinn bolta“. Því er meira að segja haldið fram að nánast enginn leikmaður Íslands myndi komast í önnur landslið í keppninni. Þetta byggir allt á liðsheild.

Í raun svipuð aðferð og Grikkir notuðu þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2004. En nú er líklegt að allir mótherjarnir séu búnir að skoða þessa leikaðferð Íslendinga ofan í kjölinn.

Íslenska knattspyrnusambandið gaf út þessa mynd af íslenska fótboltanum í myndbandi. Þetta vakti misjafna hrifningu.

 

 

En þetta er myndin sem Time birtir.  Miðaldra karl í búningi sem fer honum ekkert sérlega vel og með frekar asnalegan hatt.

Hvor myndin er sannari?

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði