fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

 Gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 12:31

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings bandalagsins.

Elín Björg var kjörin formaður á þingi bandalagsins í október 2009 og mun því hafa gegnt embættinu í níu ár þegar hún lætur af störfum á 45. þingi BSRB. Það fer fram dagana 17. til 19. október næstkomandi.

„Verkefnin undanfarin ár hafa verið bæði gefandi og krefjandi og það hefur verið mér mikil ánægja að hafa fengið að sinna þeim fjölbreyttu störfum sem mér hafa verið falin. Bandalagið hefur á undanförnum árum tekist á við mörg stór og mikilvæg mál og það hefur verið ánægjulegt að sjá þann árangur sem við höfum náð. Það er mín skoðun að það sé hollt fyrir bandalagið að endurnýja forystuna reglulega og í því ljósi tók ég þá ákvörðun að stíga til hliðar á þinginu okkar í haust,“

segir Elín Björg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus