fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Einkavæðing á póstþjónustu handan við hornið…upp að vissu marki

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu sem m.a. fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuráðsins nr. 6/2008 um afnám einkaréttar á póstþjónustu.

Með frumvarpinu er m.a. lagt til að einkaréttur ríkisins á póstþjónustu, þ.e. bréfum undir 50 g, verði afnuminn og gerð grein fyrir inntaki alþjónustu. Sú leið sem lögð er til í frumvarpinu við að tryggja öllum landsmönnum lágmarkspóstþjónustu á hverjum tíma, svokölluð alþjónusta, miðar að því að póst­þjónusta verði veitt á markaðslegum forsendum. Reynist það ekki kleift verði alþjónustan eigi að síður tryggð með þjónustusamningi, útboðsleið eða með því að útnefna alþjónustuveit­anda.

Ísland hefur fyrir tilstilli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið innleitt tilskipanir og reglugerðir Evrópusam­bandsins er varða póstþjónustu frá árinu 1997 og 2002, fyrst á árinu 1998 og síðan á árunum 2003 og 2005. Þriðja pósttilskipun Evrópusambandsins, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/6/EB, sem nú er innleidd kveður á um afnám einkaréttar og opnun póstmarkaðar.

Flest ríki Evrópusambandsins afnámu einkarétt á póstþjónustu fyrir 1. janúar 2011 líkt og tilskipunin kveður á um, og afnám einkaréttar hefur nú komið til framkvæmdar í öllum aðildarríkjum. Innleiðing þriðju pósttilskipunarinnar í EES-samninginn hefur hins vegar tafist. Ástæðan fyrir þeim töfum sem urðu á innleiðingu þriðju pósttilskipunarinnar er að þrátt fyrir að tilskipunin væri merkt EES-tæk gerðu Norðmenn stjórnskipulegan fyrirvara við upptöku hennar, og málið varð að kosningamáli í Noregi á sínum tíma.

Ögmundur Jónason, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands ákvað þá að fylgja Norðmönnum að málum og fresta innleiðingu hér á landi. Með nýrri ríkisstjórn í Noregi sem og á Íslandi hefur verið ákveðið að taka tilskipunina upp í samninginn um evrópska efnahagssvæðið, ljúka innleiðingu og leggja fram frumvarp til nýrra póstlaga. Ný póstlög tóku gildi í Noregi 1. janúar 2016.

Umsagnir er unnt að senda í gegnum samráðsgátt stjórnvalda eða á netfangið srn@srn.is. Umsagnarfrestur er til og með 21. júní nk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki