Eyjan

Bergþór berst gegn rafrettufrumvarpinu með undirskriftum – Segir að ný lög muni auka hefðbundnar reykingar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 15:12

Undirskriftasöfnun er hafin sem beint er gegn frumvarpi um rafrettur og áfyllingar þeirra. Miklar takmarkanir er settar gegn neyslu á rafrettum í frumvarpinu. Til dæmis yrði bannað að neyta þeirra á sömu stöðum og bannað er að reykja hefðbundnar sígarettur, samkvæmt núgildandi lögum:

„Þjónusturýmum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar, félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna- og ungmenna, á heilbrigðisstofnunum og öðrum stöðum þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt, að undanskildum íbúðarherbergjum vistmanna á hjúkrunar- og dvalarheimilum og í almenningsfarartækjum. Þá er lagt til að bannað verði að nota rafrettur í fangelsum, að undanskildum fangaklefum þeirra fanga sem fengið hafa sérstaka heimild forstöðumanns til notkunarinnar.“

Forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar er Bergþór H. Þórðarson, sem starfað hefur fyrir Pírata. Hann segir söfnunina hafa farið vel af stað og í raun framar vonum, en þegar þetta er ritað hafa yfir 1700 skrifað undir:

„Hóflegt markmið var sett um að ná þúsund undirskriftum áður en 3. umræða færi fram, ef hún færi fram fyrir þinglok. Þetta er til viðbótar mörgum póstum á samfélagsmiðlum og því tölvupóstaflóði sem þingmenn fengu og kvörtuðu undan frá andstæðingum frumvarpsins. Þessi miklu viðbrögð eru skýrt merki um hversu mikil andstaða er við að þetta frumvarp, í núverandi mynd, verði að lögum,“

segir Bergþór. Hann fullyrðir að frumvarpið muni auka notkun á tóbaki:

„Það er klárt mál að setja þarf laga- og regluramma utan um þessar vörur en hér þarf að stíga ofurvarlega til jarðar. Löggjöfin þarf að tryggja að aðgengi að rafrettum og tengdum vörum skerðist ekki óhóflega og að verð þeirra rjúki ekki upp úr öllu valdi. Ef þetta frumvarp verður að lögum mun það leiða til þess að reykingar og önnur tóbaksnotkun mun aukast að nýju ásamt því að svartamarkaðsbrask með heimatilbúna vökva þar sem engin gæðastýring er við hendi mun taka á flug. Við köllum eftir að þessu máli verði frestað til næsta þings þar sem það verður unnið upp á nýtt og nú í samráði við okkur notendurna, fólkið sem ber mesta hagsmuni af því að vel sé staðið að verki.“

Bergþór sendi einnig tölvupóst á alla þingmenn þar sem hann ítrekaði gagnrýni sína á frumvarpið:

Hægt er að setja nafn sitt við undirskriftarsöfnunina hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“