Eyjan

Fimm eru taldir hæfastir í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. júní 2018 17:00

Hæfnisnefnd um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra hefur valið fimm umsækjendur hæfasta í starfið og skilað niðurstöðum sínum til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Alls ellefu komu til greina. Frá þessu var greint í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Í efsta flokkinn „mjög hæfir“  völdust dr. Dan­íel Svav­ars­son, for­stöðu­mað­ur­ hag­fræði­deildar Lands­banka Ís­lands, Guð­rún Johnsen, lekt­or og dokt­or­snemi í hag­fræði, Jón Þór Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri al­þjóða­sam­skipta við SÍ, Rann­veig ­Sig­urð­ar­dótt­ir, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri hag­fræði- og ­pen­inga­stefnu­sviðs SÍ, og Þor­steinn Þor­geirs­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra.

Þeir dr. Tryggvi Guð­munds­son, hag­fræð­ingur og full­trúi Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins í London, og Vil­hjálmur Bjarna­son, hag­fræð­ing­ur og fyrrum alþing­is­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, töldust „vel hæfir“.

Í flokknum „hæfir“ völdust þeir Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs Íslands­, dr. Lúð­vík Elí­as­son, starfs­maður ­Seðla­banka Íslands, dr. Ólafur Mar­geirs­son, sér­fræð­ingur hjá Zurich Ins­urance, og Stefán Hjalti Garð­ars­son, ­reikni­verk­fræð­ingur og frum­kvöðull.

Í hæfnisnefndinni eru:
Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, formaður. Hann er skipaður í nefndina af forsætisráðherra án tilnefningar.

Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaformaður bankaráðs SÍ sem skipuð er samkvæmt tilnefningu bankaráðsins, og Eyjólfur Guðmundssson, rektor Háskólans á Akureyri, sem skipaður er samkvæmt tilnefiningu samstarfsnefndar háskólastigsins.

Skipað verður í embætti aðstoðarseðlabankastjóra þann 1. júlí næstkomandi, en þá rennur út síðara skipunartímabil Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra, sem náð hefur hámarkstíma þeim sem sitja má í
embættinu lögum samkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“