fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Íslendingar verða sjálfkrafa líffæragjafar við andlát – Ný lög samþykkt í gær

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. júní 2018 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með breytingu á lögum um brottnám líffæra verður framvegis miðað við ætlað samþykki látins einstaklings fyrir líffæragjöf nema annað liggi fyrir. Lagabreyting þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í gær.

Í samhljóða nefndaráliti velferðarnefndar kemur fram að til grundvallar frumvarpinu liggi sú afstaða að eðlilegra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líffæri og lífræn efni að sér látnum en ekki. Þess vegna sé eðlilegra að löggjöfin endurspegli viðhorf um „ætlað samþykki“ fremur en „ætlaða neitun“ vegna líffæragjafar. Í nefndarálitinu kemur fram að staðinn sé vörður um sjálfsákvörðunarrétt fólks  um eigin líkama þar sem óheimilt verður að nema brott líffæri eða lífræn ef hinn látni hefur áður lýst sig andvígan því, eða ef brottnám sé af öðrum ástæðum talið brjóta í bága við vilja viðkomandi.

Andstaða nákomins aðstandanda við brottnámi líffæra verður virt samkvæmt lögunum þótt fyrir liggi vilji hins látna til að gefa líffæri. Nokkrir umsagnaraðilar gagnrýndu þetta og töldu það ganga gegn rétti einstaklinga til að ráða yfir eigin líkama. Í áliti velferðarnefndar segir að í framkvæmd sé í flestum tilvikum farið að vilja aðstandenda enda erfitt að ganga gegn óskum þeirra. Nefndin taldi því ekki efni til fella þetta ákvæði brott.

Markmiðið að fjölga líffæragjöfum

Alþingi hefur ítrekað fjallað um nauðsyn þess að leita leiða til að fjölga líffæragjöfum frá látnum einstaklingum. Frumvarp um ætlað samþykki hefur áður verið lagt fram á Alþingi, tillögur til þingsályktunar hvað þetta varðar hafa einnig komið til kasta þingsins og í maí 2015 skilaði þáverandi heilbrigðisráðherra skýrslu til þingsins þar sem fjallað var um hvernig megi fjölga líffæragjöfum látinna. Lagabreytingin sem nú hefur verið gerð er aðeins einn liður í því að fjölga líffæragjöfum. Líkt og fram kemur í skýrslu heilbrigðisráðherra til Alþingis þarf fleira að koma til. Einkum þarf að efla fræðslu og upplýsingagjöf til almennings, sinna fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og tryggja að heilbrigðisstarfsfólk fái skipulagða og reglubundna þjálfun um líffæragjöf.

Unnt að skrá vilja sinn í gagnagrunn hjá Embætti landlæknis

Embætti landlæknis er með gagnagrunn þar sem fólk hefur um árabil getað skráð afstöðu sína til líffæragjafar. Svo verður áfram og vilji fólk lýsa andstöðu sinni til líffæragjafar verður unnt að gera það þar. Einnig verður virt ef fyrir liggur að hinn látni hafi lýst andstöðu sinni með öðrum hætti, t.d. við nánasta vandamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki