Eyjan

Enn meiri gámastíll við Höfnina

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. júní 2018 20:14

Á vef Austurhafnar eru boðaðar enn fleiri byggingar í Reykjavík í gámastílnum. Þessi stíll einkennist af því að formin eru kassalaga, það er reynt að gjörnýta rýmið til að hámarka fjárfestinguna – en leið reyna menn að komast upp með að eyða eins litlu og hægt er. Allt sem getur kallast fegrun eða skreytingar sitja á hakanum. Því er einfaldlega sleppt. Við getum borið þetta saman við aðra hluta af miðborgarbyggðinn í bænum, steinsteypuklassíkina eða timburhúsin. Þar upplifum við miklu meiri virðingu fyrir hlutföllum í byggðinni og því að byggingar, eða einhverjir hlutar þeirra, geti glatt augað. Þetta virkar eins og mjög hrá nytjahyggja – í þágu verktaka og fjárfesta.

Máski er það sorgarsaga að Reykjavík skuli vera að byggjast svo hratt á hálfgerðu niðurlægingartímabili í arkitektúr.

Annars er þetta sama mantran og á Hafnartorginu, enda er þetta mjög svipaður arkitekúr. Það eru dýrar íbúðir á efri hæðunum, enda er verið að selja miðborgarumhverfi og útsýni. Á neðri hæðum er svo boðað að verði verslanir – og veitingahús. Einatt fylgir sögunni það verði útiveitingastaðir.

Þar má aðeins staldra við. Hafnartorgið er að bætast við verslunar- og veitingastaðaplássið í Reykjavík. Reyndar hafa aðstandendur þess lýst yfir að fyrirhuguðum veitingastöðum verði fækkað. Það er líka að bætast við heilmikið verslunarrými á Hverfisgötunni í anda þessarar uppbyggingar. Eða eins og segir í lýsingu á þessu:

Um 2.700 fermetra rými norður af Geirsgötu verður leigt til verslunar- og veitingaaðila. Hinum megin við götuna við, Hafnartorg, verður á jafn mörgum fermetrum starfræktur fjöldi verslana með þekktum vörumerkjum. Með þessu tekst að skapa tvo sterka kjarna verslunar og veitingahúsa sem mun verða mikil lyftistöng fyrir miðbæinn, og Reykjavík.

En staðreyndin er sú að afar lítil þörf er á þessu plássi. Fjöldi veitingastaða sem fyrir er í bænum á í mesta basli – en þó opna nýir ört og títt. Sömu sögu er að segja af versluninni. Ferðamenn gera engin stórinnkaup hér, slíkt er verðlagið. Og viðskiptin eru dauf í búðunum í Miðbænum sem þjóna helst Íslendingum.

Það var bara nú í vikunni að ég frétti að tvær búðir væru senn að loka á Skólavörðustígnum. Báðar hafa einkum reitt sig á íslenska viðskiptavini – þegar þær fara verður ekki mikið annað eftir en ferðamannabúðir þessari mikilvægu götu.

Þetta er svosem ekki sér-íslensk saga. Verslun færist í stórauknum mæli á internetið. Og það eru reyndar fleiri skýringa, felast meðal annars í breyttum neysluvenjum. Verslunarrými hefur hlutfallslega verið mjög mikið á Íslandi, það var meðal annars nefnt í frægri skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. Þetta er ein skýringin á háu vöruverði hér.

Á sama tíma á sér stað gríðarleg uppbygging verslunarhúsnæðis hér. Manni sýnist að mestanpart sé gert ráð fyrir að þetta verði frekar fínar búðir. Það þarf háa leigu til að standa undir fjárfestingunni. Jú, kannski lækkar leiguverðið eitthvað smá, en kannski verður hægt að breyta einhverju af þessu í íbúðir þegar fram líða stundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“