Eyjan

Allt bendir til að Íris verði nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 28. maí 2018 09:47

Íris Róbertsdóttir

Fyrir Heimaey, nýja framboðið í Vestmannaeyjum sem náði inn þremur mönnum í bæjarstjórn í nýliðnum kosningum, fundar með Eyjalistanum í dag. Íris Róbertsdóttir, oddviti Fyrir Heimaey, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að fyrsta verk sé að ræða við Eyjalistann. Aðeins sex atkvæðum munaði að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haldið hefur hreinum meirihluta síðastliðin 12 ár með Elliða Vignisson í fararbroddi, næði að halda meirihlutanum. Sjálfstæðismenn í bænum lýstu því yfir að þeir yrðu í minnihluta ef þeir næðu ekki hreinum meirihluta. Allt bendir því til að Íris verði nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Fyrir Heimaey heggur stórt skarð í bæði Sjálfstæðisflokkinn og Eyjalistann, Sjálfstæðismenn töpuðu tveimur mönnum af fimm og Eyjalistinn fór úr tveimur bæjarfulltrúum niður í einn. Framboðið á rætur að rekja til deilna innan Sjálfstæðisflokksins í bænum um áramótin.

Sjá einnig: Dularfullur listi í umferð í Vestmannaeyjum

Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi að hann væri sáttur. Hann væri búinn að taka til á skrifborðinu og hann hefði engar áhyggjur af framtíðinni.

Meirihlutinn heldur í Kópavogi

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar/Viðreisnar hélt í Kópavogi, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5 kjörna og Björt framtíð/Viðreisn tvo af ellefu. Samkvæmt Morgunblaðinu eru engar viðræður hafnar, flokkarnir höfðu þó lýst yfir áhuga að halda samstarfinu áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“