Eyjan

Viðreisn í oddastöðu og getur gert miklar kröfur

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. maí 2018 08:21

Ég held ég hafi skrifað þrjár greinar hér á vefinn þar sem ég spáði því að Viðreisn yrði í oddastöðu eftir borgarstjórnarkosningarnar. Ég ætla ekki að segjast vera mikill spámaður, en ég skrifaði líka grein í kosningavikunni þar sem ég velti því fyrir mér hvort skoðanakannanir væru ekki á röngu róli? Það gekk eftir.

Staðan sem er komin upp er býsna sérstök. Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira en 30 prósent – ég sagði líka að fylgi þar fyrir neðan gæti ekki talist gott fyrir Eyþór. En hann nær þarna ágætum sigri, sérstaklega miðað við skoðanakannanirnar.

Samfylkingin er minni en Sjálfstæðisflokkurinn; það er visst sálrænt áfall.

Vinstri græn bíða afhroð í borginni; það veikir líka stöðu þeirra í ríkisstjórninni. Þriðji ríkisstjórnarflokkurinn nær ekki manni inn í höfuðborginni.

Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru sigurvegarar kosninganna í Reykjavík. Sósíalistaflokkurinn er stærri en VG, Viðreisn nær inn tveimur mönnum.

Það virðist svo vera eins og náttúrulögmál að Píratar fái alltaf minna upp úr kjörkössum en í skoðanakönnunum.

Meirihlutinn er kolfallinn, og þá er spurning hvernig hægt verður að mynda nýjan meirihluta. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, skrifar á Facebook nú í morgun:

Meirihlutastaða er þessi:

Gamli meirihluti, S+P+V=10.
Andstöðukjarni, D+M+F=10.
Viðreisn, C=2.
Sósíalistaflokkur, J=1.

Þetta þýðir að Viðreisn er í lykilstöðu um myndun meirihluta.

Þykir líklegast: S+P+V+C=12. Og Dagur áfram borgarstjóri, en Viðreisn getur gert verulegar kröfur í slíkum meirihluta. Gætu haft sósíalistann og sigurvegarann Sönnu með, ef hún og aðrir hlutaðeigandi vilja.

Hefur samt lært: Stjórnmálafræðingar eiga aldrei að spá – frekar en veðurfræðingar um sól eða illviðri …

Og ýmsir aðrir (ólíklegri) meirihlutar eru í kortunum …

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
í gær

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu

Leiga í samræmi við greiðslugetu í almenna íbúðakerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi

Hjörleifur Guttormsson og Júlíus Sólnes fá aðstöðu í Jónshúsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“

Sanna útskýrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: „Rangt að stilla því svo fram að sósíalistar hafi verið að auka veg Sjálfstæðismanna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn tekin við í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal

Innviðafjárfesting á Íslandi næstum tvöfalt heimsmeðaltal
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“

Páll Gunnar Pálsson: „Ekki heppileg staða útfrá sjónarhóli samkeppninnar“