fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Yfirlýsing frá Breiðabliki og HK

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. maí 2018 20:20

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalstjórnir HK og Breiðabliks vilja koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við færslu í dálknum Orðið á götunni sem birtist í dag.

 

Stjórnum félaganna finnst það afar miður, að daginn fyrir kjördag, skuli upptöku af ræðu bæjarstjórans í Kópavogi á herrakvöldi knattspyrnudeildar Breiðabliks vera dreift á fréttamiðli. Það er hefð fyrir því að á herrakvöldum félaganna sé gert grín af mönnum og málefnum. Það er okkar upplifun að samskipti bæjarstjórans bæði við Breiðablik, HK og önnur íþróttafélög í Kópavogi hafa einkennst af velvilja og virðingu.  Það ríkir heilbrigð samkeppni á íþróttavellinum á milli Breiðabliks og HK sem endurspeglast yfirleitt í meinlausum ríg milli stuðningsmanna eins og vani er milli nágrannafélaga.  Samskipti Breiðbliks og HK eru farsæl og hafa verið það um langt skeið, sem og samstarfið við bæjaryfirvöld í Kópavogi. Okkur þykir miður hvernig félögin hafa verið dreginn inní umræðuna í pólitískum tilgangi daginn fyrir kjördag en umrætt herrakvöld var haldið þann 2. mars s.l.

F.h. Aðalstjórnar Breiðabliks og HK

Sveinn Gíslason formaður Breiðabliks

Sigurjón Sigurðsson formaður HK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt