fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gætu úrslitin orðið öðruvísi en skoðanakannanirnar segja fyrir um – og kosningaspáin?

Egill Helgason
Föstudaginn 25. maí 2018 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru úrslitin í borgarstjórnarkosningunum á morgun alveg ráðin. Kjarninn hefur verið að birta það sem þeir kalla kosningaspá. Það er auðvitað engin spá, heldur eru reiknaðar saman kannanir sem hafa verið gerðar eftir ákveðinni formúlu. Líklega á bara ein könnun eftir að birtast, sú sem verður á Rúv í kvöld.

En samkvæmt síðustu útreikningum hjá Baldri Héðinssyni, sem er kosningasérfræðingur Kjarnans, þá er Samfylkingin með 8 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn með 7, Píratar með 2, Vinstri græn með 2, Miðflokkur með 1, Viðreisn með 1, Framsókn með 1 og Sósíalistaflokkurinn með 1.

Samkvæmt þessu heldur meirihlutinn.

Þarna er Samfylkingin með 31,8 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 26 prósent. Allir hinir flokkarnir eru undir 10 prósentum, en Píratar stærstir með 9,7 prósent.

Þetta eru semsagt kannanir frá því undanfarið vegnar saman. En getur þetta breyst? Það er náttúrlega erfitt að segja með flokkana sem eru með lítið fylgi – þar geta orðið einhverjar tilfæringar.  Hvað þá með Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk?

Sú kenning er uppi, og það eru kosningarnar einar sem sannreyna hana, að Sjálfstæðisflokkurinn kunni að eiga eitthvað inni. Það gæti falist í því að kjörsókn yrði léleg og ungt fólk skilaði sér síður á kjörstað en þeir sem eldri eru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira fylgi hjá eldra fólki en því yngra og þetta gæti þá bitnað á Samfylkingunni og Pírötum.

En það er ekki útilokað að þetta gæti gerst – og Sjálfstæðisflokkurinn orðið stærri en Samfylkingin í borginni. Það yrði ákveðinn móralskur sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Eyþór Arnalds er samt býsna langt frá því sem var lagt upp með þegar hann tók við oddvitasætinu. Fylgi undir 30 pósentum er í raun lélegt fyrir  hann. Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 33,6 prósent þegar hún var í fyrsta sætinu 2010, stuttu eftir bankahrunið.

Vandi Eyþórs er líka að þótt meirihlutinn falli, sem gæti vel gerst, þá á hann ekki mikla möguleika á að geta komið saman meirihluta í kringum sig. Sjálfstæðisflokkurinn gæti unnið með Miðflokknum og hugsanlega Framsókn, máski Flokki fólksins, ef sá flokkur nær manni inn, en Viðreisn með sínar áherslur varðandi borgarskipulag myndi seint vilja vinna með t.d. Miðflokki.

Dagur B. Eggertsson hefur talað um að stækka meirihlutann í borginni, það er augljóslega boð um að fá Viðreisn með í hópinn. Maður veit hins vegar ekki með Sósíalistaflokkinn – hvort meirihlutinn myndi bjóða honum til viðræðna.

Hér er stuðst við hina svokölluðu kosningaspá Kjarnans. Hún gæti náttúrlega tekið breytingum þegar birtist könnun í Ríkisútvarpinu í kvöld, fyrir umræður oddvitanna í Reykjavík. Spásagnargildið er semsagt enn nokkuð takmarkað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus