Eyjan

Er farið að fjara undan Airbnb?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. maí 2018 12:52

Nú ætla ég ekki að halda því fram að þetta sé byggt á vísindalegum mælingum eða með því að ganga í hús í bænum – en ég hef þá tilfinningu að Airbnb starfsemi í Reykjavík  hafi náð hámarki og fari nú dvínandi.

Maður heyrir þetta víða utan að sér. Fólk sem hefur verið að leigja íbúðir á Airbnb er ekki ánægt. Leigutíminn er orðinn of stopull, bókunum hefur fækkað, þær eru í styttri tíma, samkeppnin er svo mikil að verðið lækkar.  Svo auðvitað kostnaður við Airbnb, við þrif og þvotta, og, ef farið er að reglum, vill skatturinn fá sitt.

Tími uppgripanna miklu á Airbnb er líklega liðinn. Þróunin á þessu ári gæti orðið sú að nokkur fjöldi íbúða færist úr Airbnb leigu og yfir á hefðbundinn leigumarkað.

Annar fylgifiskur samdráttar í ferðaþjónustu er svo minni þörf á erlendu vinnuafli. Og það þýðir minni eftirspurn eftir tímabundnu húsnæði fyrir útlent verkafólk. Sem aftur hefur áhrif á húsnæðismarkaðinn. Kannski þarf ekki endilega að byggja stór ný hverfi á jaðri borgarinnar?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar

Uppsagnir Áslaugar og Bjarna metnar réttmætar
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“