fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Er farið að fjara undan Airbnb?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. maí 2018 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú ætla ég ekki að halda því fram að þetta sé byggt á vísindalegum mælingum eða með því að ganga í hús í bænum – en ég hef þá tilfinningu að Airbnb starfsemi í Reykjavík  hafi náð hámarki og fari nú dvínandi.

Maður heyrir þetta víða utan að sér. Fólk sem hefur verið að leigja íbúðir á Airbnb er ekki ánægt. Leigutíminn er orðinn of stopull, bókunum hefur fækkað, þær eru í styttri tíma, samkeppnin er svo mikil að verðið lækkar.  Svo auðvitað kostnaður við Airbnb, við þrif og þvotta, og, ef farið er að reglum, vill skatturinn fá sitt.

Tími uppgripanna miklu á Airbnb er líklega liðinn. Þróunin á þessu ári gæti orðið sú að nokkur fjöldi íbúða færist úr Airbnb leigu og yfir á hefðbundinn leigumarkað.

Annar fylgifiskur samdráttar í ferðaþjónustu er svo minni þörf á erlendu vinnuafli. Og það þýðir minni eftirspurn eftir tímabundnu húsnæði fyrir útlent verkafólk. Sem aftur hefur áhrif á húsnæðismarkaðinn. Kannski þarf ekki endilega að byggja stór ný hverfi á jaðri borgarinnar?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki